Margt breyst á fjórum mánuðum hjá Lopetegui Hjörvar Ólafsson skrifar 30. október 2018 07:15 Julen Lopetegui hefur verið sagt upp hjá Real Madrid. AP/Manu Fernandez Það hefur margt breyst hjá spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui frá því í byrjun júnímánaðar fyrr á þessu ári. Hann var þá þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hafði ekki beðið lægri hlut undir hans stjórn á þeim rúmu tveimur árum sem hann hafði verið við stjórnvölinn. Spænska liðið hafði betur í 14 leikjum undir hans stjórn og gerði sex jafntefli. Lopetegui fékk þá gylliboð frá spænska stórveldinu Real Madrid sem falaðist eftir kröftum hans til þess að taka við skútunni þar af Zinedine Zidane sem var að láta af störfum eftir þriggja ára starf. Fernando Hierro, fyrrverandi fyrirliði Real Madrid, og félagar hans hjá spænska knattspyrnusambandinu voru ekki sáttir við að Lopetegui hefði farið á bak við þá og hann var látinn fara einungis nokkrum dögum áður en heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi í sumar. Hann hafði, áður en hann tók við A-landsliðinu, farið tröppuganginn hjá spænska knattspyrnusambandinu með því að þjálfa U-17, U-19 og U-21 ára lið Spánverja. Þar að auki hefur hann stýrt Rayo Vallecano, B-liði Real Madrid og Porto. Hann fékk liðið í fangið sem var nýbúið að missa sína skærustu stjörnu, Cristiano Ronaldo, en flestir bjuggust við því að forráðamenn Real Madrid myndu opna veskið til þess að fylla skarð hans. Það var hins vegar ekki gert og liðið skortir tilfinnanlega brodd í fremstu fylkingu sína. Karim Benzema, aðalframherji liðsins, hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og Gareth Bale sem átti að taka við kyndlinum af Ronaldo þrjú mörk í níu leikjum í deildinni. Lopetegui mætti með snöruna um hálsinn á æfingu Real Madrid í gærmorgun eftir 5-1 tap fyrir Barcelona. Um kvöldið sendi félagið svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lopetegui hefði verið rekinn. Real Madrid mætir C-deildarliðinu Melilla í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum annað kvöld. Santiago Solari, fyrrverandi leikmaður Real Madrid sem stýrt hefur B-liði félagsins síðustu tvö ár og þjálfað yngri flokka hjá félaginu síðan 2013 mun taka tímabundið við liðinu og stýra því í þeim leik hið minnsta. Arsene Wenger og Antonio Conte hafa verið nefndir til sögunnar til þess að taka við spænsk stórliðinu til frambúðar. – hó Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Sjá meira
Það hefur margt breyst hjá spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui frá því í byrjun júnímánaðar fyrr á þessu ári. Hann var þá þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hafði ekki beðið lægri hlut undir hans stjórn á þeim rúmu tveimur árum sem hann hafði verið við stjórnvölinn. Spænska liðið hafði betur í 14 leikjum undir hans stjórn og gerði sex jafntefli. Lopetegui fékk þá gylliboð frá spænska stórveldinu Real Madrid sem falaðist eftir kröftum hans til þess að taka við skútunni þar af Zinedine Zidane sem var að láta af störfum eftir þriggja ára starf. Fernando Hierro, fyrrverandi fyrirliði Real Madrid, og félagar hans hjá spænska knattspyrnusambandinu voru ekki sáttir við að Lopetegui hefði farið á bak við þá og hann var látinn fara einungis nokkrum dögum áður en heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi í sumar. Hann hafði, áður en hann tók við A-landsliðinu, farið tröppuganginn hjá spænska knattspyrnusambandinu með því að þjálfa U-17, U-19 og U-21 ára lið Spánverja. Þar að auki hefur hann stýrt Rayo Vallecano, B-liði Real Madrid og Porto. Hann fékk liðið í fangið sem var nýbúið að missa sína skærustu stjörnu, Cristiano Ronaldo, en flestir bjuggust við því að forráðamenn Real Madrid myndu opna veskið til þess að fylla skarð hans. Það var hins vegar ekki gert og liðið skortir tilfinnanlega brodd í fremstu fylkingu sína. Karim Benzema, aðalframherji liðsins, hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og Gareth Bale sem átti að taka við kyndlinum af Ronaldo þrjú mörk í níu leikjum í deildinni. Lopetegui mætti með snöruna um hálsinn á æfingu Real Madrid í gærmorgun eftir 5-1 tap fyrir Barcelona. Um kvöldið sendi félagið svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lopetegui hefði verið rekinn. Real Madrid mætir C-deildarliðinu Melilla í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum annað kvöld. Santiago Solari, fyrrverandi leikmaður Real Madrid sem stýrt hefur B-liði félagsins síðustu tvö ár og þjálfað yngri flokka hjá félaginu síðan 2013 mun taka tímabundið við liðinu og stýra því í þeim leik hið minnsta. Arsene Wenger og Antonio Conte hafa verið nefndir til sögunnar til þess að taka við spænsk stórliðinu til frambúðar. – hó
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Sjá meira