Mikið minni frjósemi á heimsvísu kemur vísindamönnum í opna skjöldu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 10:45 Frjósemi í heiminum hefur minnkað svo um munar undanfarna áratugi. vísir/getty Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri. Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira