Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að greina stöðu barna á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2018 20:15 Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að afla frekari gagna um stöðu og líðan barna bæði út frá kyni þeirra og samfélagslegri stöðu. Þingmaður Flokks fólksins segir ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu drengja í íslensku samfélagi.Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksinsSkjáskot úr fréttKarl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks fólksins dró upp dökka mynd af stöðu og líðan drengja á Íslandi í sérstakri umræðu sem hann var upphafsmaður að á Alþingi í dag. Ungir menn og drengir virtust sannarlega eiga í mikilli tilvistarkreppu. „Ef litið er til tíðni sjálfsvíga þá er hlutfall karla 87 prósent á árinu 2015 í yngsta aldurshópnum fimmtán til þrjátíu og fimm ára. Komið hefur fram að lestrarvandi drengja við útskrift úr grunnskólanum er geigvænlegur. Eða sú staðreynd að ungir menn eru einungis 30 prósent þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum,“ sagði Karl Gauti. Karlmenn væru einungis 36 prósent þeirra sem stunduðu háskólanám, notkun hegðunarlyfja væri helmingi algengari á meðal drengja en stúlkna í grunnskólanum, brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum og nýgengni örorku væri meiri meðal ungra karla en kvenna. Það væri greinilega eitthvað mikið að. „Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur um ástandið á meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og við missum þá í aðgerðarleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg,“ sagði Karl Gauti.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði grunnforsendu þessara mála að samfélagið byggði á ákveðnu kynjakerfi þar sem bæði neikvæð og jákvæð áhrif þess birtust með ólíkum hætti. Hún minnti á frumvarp um umboðsmann barna. „Í því frumvarpi sem liggur hér fyrir þinginu er gert ráð fyrir að umboðsmaður barna fái aukið hlutverk við að afla gagna um stöðu barna. Bæði drengja og stúlkna. Við þurfum að afla þessarra gagna með heildstæðum hætti þannig að við getum tekið góðar ákvarðanir til framtíðar,“ sagði forsætisráðherra. Hún deildi áhyggjum með þingmanninum vegna ávísana lyfja til barna. „Íslensk börn samkvæmt upplýsingum frá landlækni fá meira ávísað af tauga- og geðlyfjum en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Það á bæði við um stúlkur og drengi. Drengir eru líklegri til að fá slík lyf en stúlkur, jafnt hér á landi sem og á Norðurlöndum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika "Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 10. október 2018 14:00 Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því 22. október 2018 13:18 Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. 11. október 2018 13:29 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að afla frekari gagna um stöðu og líðan barna bæði út frá kyni þeirra og samfélagslegri stöðu. Þingmaður Flokks fólksins segir ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu drengja í íslensku samfélagi.Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksinsSkjáskot úr fréttKarl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks fólksins dró upp dökka mynd af stöðu og líðan drengja á Íslandi í sérstakri umræðu sem hann var upphafsmaður að á Alþingi í dag. Ungir menn og drengir virtust sannarlega eiga í mikilli tilvistarkreppu. „Ef litið er til tíðni sjálfsvíga þá er hlutfall karla 87 prósent á árinu 2015 í yngsta aldurshópnum fimmtán til þrjátíu og fimm ára. Komið hefur fram að lestrarvandi drengja við útskrift úr grunnskólanum er geigvænlegur. Eða sú staðreynd að ungir menn eru einungis 30 prósent þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum,“ sagði Karl Gauti. Karlmenn væru einungis 36 prósent þeirra sem stunduðu háskólanám, notkun hegðunarlyfja væri helmingi algengari á meðal drengja en stúlkna í grunnskólanum, brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum og nýgengni örorku væri meiri meðal ungra karla en kvenna. Það væri greinilega eitthvað mikið að. „Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur um ástandið á meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og við missum þá í aðgerðarleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg,“ sagði Karl Gauti.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði grunnforsendu þessara mála að samfélagið byggði á ákveðnu kynjakerfi þar sem bæði neikvæð og jákvæð áhrif þess birtust með ólíkum hætti. Hún minnti á frumvarp um umboðsmann barna. „Í því frumvarpi sem liggur hér fyrir þinginu er gert ráð fyrir að umboðsmaður barna fái aukið hlutverk við að afla gagna um stöðu barna. Bæði drengja og stúlkna. Við þurfum að afla þessarra gagna með heildstæðum hætti þannig að við getum tekið góðar ákvarðanir til framtíðar,“ sagði forsætisráðherra. Hún deildi áhyggjum með þingmanninum vegna ávísana lyfja til barna. „Íslensk börn samkvæmt upplýsingum frá landlækni fá meira ávísað af tauga- og geðlyfjum en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Það á bæði við um stúlkur og drengi. Drengir eru líklegri til að fá slík lyf en stúlkur, jafnt hér á landi sem og á Norðurlöndum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika "Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 10. október 2018 14:00 Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því 22. október 2018 13:18 Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. 11. október 2018 13:29 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika "Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 10. október 2018 14:00
Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því 22. október 2018 13:18
Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. 11. október 2018 13:29