Gröf fyrsta forsætisráðherra Íslands ómerkt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 19:00 Umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu segir kirkjugarðana nánast grafa fólk í sjálfboðavinnu. Ekki gangi lengur að skera niður í rekstri þeirra því ástandið sé farið að bitna á umhirðu leiða og legsteinum. Umhirða minningarmarka er ekki eitt af lögbundnum hlutverkum Kirkjugarða Reykjavíkur en að einhverju leiti hefur því þá verið sinnt. Hins vegar þegar fjármagnið er búið er hætta á að minningarmörkin skemmist.Morgunblaðið greindi frá því í morgun að legsteinn Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra, stæði laskaður í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að marmaraplata framan á steinum brotnaði. Platan var sett í geymslu og er gröfin því ómerkt. Ástæðan fyrir því að þetta minningarmark veki athygli er að Jón var fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að Ísland fékk fullveldi árið 1918 og var hann einn af þeim sem kom sambandslögunum á það ár. Það vekur því furðu að á hundrað ára afmæli lýðveldisins stendur gröf fyrsta forsætisráðherrans ómerkt.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2„Þetta er eitt reisulegasta minningarmark á landinu og mikið og fallegt handverk. Nafnaplatan er því miður brotin og það þarf að gera við hana. Í eðlilegu árferði þá hefðum við gerð það. Látið það fylgja með, rekið pening úr rekstrinum, eins og er gert í önnur verkefni og haldið við en því miður þá kostar þetta svipað og þriggja vikna vinna hjá sumarstarfsmanni og það var bara ofar á forgangslista að hafa fólk í vinnu heldur en að fara út í svona viðgerðir, sagði Heimir Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs. Heimir segir hlutverk kirkjugarðanna er að halda þeim í heild sinni sem bestum og sem snyrtilegustum. „Í gegnum tíðina höfum við sinnt, eins og má sjá í þessum garði sérstaklega, þessum pottjárnsgirðingum. Við höfum gerð þær upp. Við höfum gert við stóra steina, en nú er það bara búið, það er liðin tíð, segir Heimir. Frá hruni hefur fjárveiting til Kirkjugarða Reykjavíkur dregist verulega saman eða um allt að fjörutíu prósent sem hefur mikil áhrif á rekstur garðanna. „Þetta gengur ekki lengur þessi niðurskurður í þessum fyrirtækjum. Hver ætlar annar að sjá um þetta en hið opinbera? Það eru kirkjugarðar út um allt land sem nánast eru að grafa fólk í sjálfboðavinnu, þetta gengur ekki lengur,“ segir Heimir. Skipulag Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu segir kirkjugarðana nánast grafa fólk í sjálfboðavinnu. Ekki gangi lengur að skera niður í rekstri þeirra því ástandið sé farið að bitna á umhirðu leiða og legsteinum. Umhirða minningarmarka er ekki eitt af lögbundnum hlutverkum Kirkjugarða Reykjavíkur en að einhverju leiti hefur því þá verið sinnt. Hins vegar þegar fjármagnið er búið er hætta á að minningarmörkin skemmist.Morgunblaðið greindi frá því í morgun að legsteinn Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra, stæði laskaður í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að marmaraplata framan á steinum brotnaði. Platan var sett í geymslu og er gröfin því ómerkt. Ástæðan fyrir því að þetta minningarmark veki athygli er að Jón var fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að Ísland fékk fullveldi árið 1918 og var hann einn af þeim sem kom sambandslögunum á það ár. Það vekur því furðu að á hundrað ára afmæli lýðveldisins stendur gröf fyrsta forsætisráðherrans ómerkt.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2„Þetta er eitt reisulegasta minningarmark á landinu og mikið og fallegt handverk. Nafnaplatan er því miður brotin og það þarf að gera við hana. Í eðlilegu árferði þá hefðum við gerð það. Látið það fylgja með, rekið pening úr rekstrinum, eins og er gert í önnur verkefni og haldið við en því miður þá kostar þetta svipað og þriggja vikna vinna hjá sumarstarfsmanni og það var bara ofar á forgangslista að hafa fólk í vinnu heldur en að fara út í svona viðgerðir, sagði Heimir Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs. Heimir segir hlutverk kirkjugarðanna er að halda þeim í heild sinni sem bestum og sem snyrtilegustum. „Í gegnum tíðina höfum við sinnt, eins og má sjá í þessum garði sérstaklega, þessum pottjárnsgirðingum. Við höfum gerð þær upp. Við höfum gert við stóra steina, en nú er það bara búið, það er liðin tíð, segir Heimir. Frá hruni hefur fjárveiting til Kirkjugarða Reykjavíkur dregist verulega saman eða um allt að fjörutíu prósent sem hefur mikil áhrif á rekstur garðanna. „Þetta gengur ekki lengur þessi niðurskurður í þessum fyrirtækjum. Hver ætlar annar að sjá um þetta en hið opinbera? Það eru kirkjugarðar út um allt land sem nánast eru að grafa fólk í sjálfboðavinnu, þetta gengur ekki lengur,“ segir Heimir.
Skipulag Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira