1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2018 06:15 Úr leik Manchester City og Southampton í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. vísir/getty Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Útboð á enska boltanum fyrir leiktímabilið 2019 til 2022 fór fram í síðustu viku þar sem Síminn hafði betur gegn Sýn. Útboðsferlið var með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan tíu prósenta færi útboðið í aðra umferð. Ekki kom til þess og því ljóst að tilboð Símans var minnst tíu prósentum hærra. Mat Sýnar var að hærra tilboð gerði það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, gat ekki tjáð sig um tilboðið í samtali við Markaðinn. Hann sagði að á annan tug þúsunda hefðu aðgang að enska boltanum gegnum Sýn og að niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur. „Það er ljóst að menn ætli með einhverjum hætti að fá peningana sem þeir borga fyrir svona sýningarrétti til baka þannig að mikil samkeppni í svona útboði kemur sér illa fyrir neytendur á endanum,“ sagði Björn. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, sagði tilboðið byggt á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. „Enski boltinn hefur verið dýr vegna þess að fólk hefur þurft að kaupa mikið með honum. Við teljum að við getum selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri heimila með ódýrari vöru,“ sagði Magnús. Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Útboð á enska boltanum fyrir leiktímabilið 2019 til 2022 fór fram í síðustu viku þar sem Síminn hafði betur gegn Sýn. Útboðsferlið var með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan tíu prósenta færi útboðið í aðra umferð. Ekki kom til þess og því ljóst að tilboð Símans var minnst tíu prósentum hærra. Mat Sýnar var að hærra tilboð gerði það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, gat ekki tjáð sig um tilboðið í samtali við Markaðinn. Hann sagði að á annan tug þúsunda hefðu aðgang að enska boltanum gegnum Sýn og að niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur. „Það er ljóst að menn ætli með einhverjum hætti að fá peningana sem þeir borga fyrir svona sýningarrétti til baka þannig að mikil samkeppni í svona útboði kemur sér illa fyrir neytendur á endanum,“ sagði Björn. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, sagði tilboðið byggt á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. „Enski boltinn hefur verið dýr vegna þess að fólk hefur þurft að kaupa mikið með honum. Við teljum að við getum selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri heimila með ódýrari vöru,“ sagði Magnús. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13
Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38