Meintan blekkingarleik má rekja til óstöðugrar krónu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 10:59 Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. Vísir/Vilhelm Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“ Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“
Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira