Þagnarskyldan Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun