Sameinuð stöndum við… Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Undanfarin ár og áratugi hefur verið sterk þróun í átt að sameiningum félaga, fyrirtækja og jafnvel sveitarfélaga. Það er hvorki tilviljun né að ástæðulausu. Það hefur einnig verið stefna BSBR að fækka félagseiningum, stækka þær og styrkja. Þar er ekki vanþörf á. Launafólk kemur til með að þurfa á öllum sínum styrk að halda til að sækja eðlilegar kjarabætur í náinni framtíð. Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Samstarf félaganna hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og verið afar farsælt. Nú er komið að því að reyna á hvort ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls og sameina félögin í eitt stórt félag.Garðar ?Hilmarsson formaður Starfsmannafélags ReykjavíkurborgarHalda áunnum réttindum Við formenn félaganna sem höfum verið í forystu lengi erum þeirrar skoðunar að með stóru sameinuðu félagi gætum við sótt sterkar fram til bættra kjara fyrir félagsmenn auk þess að auka þjónustuna. Við sameiningu verður tryggt að allir félagsmenn munu halda áunnum réttindum sínum.Slagkraftur yrði mikill Á framtíðarvinnumarkaði munu mæta okkur verkefni sem krefjast styrks og öflugs skipulags. Í nýju félagi yrðu félagsmennirnir tæplega 11 þúsund og slagkraftur þess því mikill. Félagið yrði auk þess mjög sterkt fjárhagslega með 67 orlofshús og íbúðir og með gríðarlega öflugan vinnudeilusjóð.Styrk leiðsögn um næstu skref Atkvæðagreiðslan um sameininguna er rafræn og við hvetjum félagsmenn beggja félaga til að kynna sér málið og taka afstöðu. Um leið leggjum við áherslu á að þegar kemur að atkvæðagreiðslunni sjálfri, vegur okkar skoðun jafn þungt og annarra félagsmanna. Það skiptir afar miklu máli að þátttakan verði góð og að afgerandi niðurstaða fáist. Þannig fær forysta félaganna styrka leiðsögn um næstu skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár og áratugi hefur verið sterk þróun í átt að sameiningum félaga, fyrirtækja og jafnvel sveitarfélaga. Það er hvorki tilviljun né að ástæðulausu. Það hefur einnig verið stefna BSBR að fækka félagseiningum, stækka þær og styrkja. Þar er ekki vanþörf á. Launafólk kemur til með að þurfa á öllum sínum styrk að halda til að sækja eðlilegar kjarabætur í náinni framtíð. Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Samstarf félaganna hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og verið afar farsælt. Nú er komið að því að reyna á hvort ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls og sameina félögin í eitt stórt félag.Garðar ?Hilmarsson formaður Starfsmannafélags ReykjavíkurborgarHalda áunnum réttindum Við formenn félaganna sem höfum verið í forystu lengi erum þeirrar skoðunar að með stóru sameinuðu félagi gætum við sótt sterkar fram til bættra kjara fyrir félagsmenn auk þess að auka þjónustuna. Við sameiningu verður tryggt að allir félagsmenn munu halda áunnum réttindum sínum.Slagkraftur yrði mikill Á framtíðarvinnumarkaði munu mæta okkur verkefni sem krefjast styrks og öflugs skipulags. Í nýju félagi yrðu félagsmennirnir tæplega 11 þúsund og slagkraftur þess því mikill. Félagið yrði auk þess mjög sterkt fjárhagslega með 67 orlofshús og íbúðir og með gríðarlega öflugan vinnudeilusjóð.Styrk leiðsögn um næstu skref Atkvæðagreiðslan um sameininguna er rafræn og við hvetjum félagsmenn beggja félaga til að kynna sér málið og taka afstöðu. Um leið leggjum við áherslu á að þegar kemur að atkvæðagreiðslunni sjálfri, vegur okkar skoðun jafn þungt og annarra félagsmanna. Það skiptir afar miklu máli að þátttakan verði góð og að afgerandi niðurstaða fáist. Þannig fær forysta félaganna styrka leiðsögn um næstu skref.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar