Innlent

Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar

Sylvía Hall skrifar
Maðurinn sem grunaður er um að hafa beitt eggvopninu yfirgaf vettvang áður en lögreglan mætti en var handtekinn skömmu síðar.
Maðurinn sem grunaður er um að hafa beitt eggvopninu yfirgaf vettvang áður en lögreglan mætti en var handtekinn skömmu síðar. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember.

Í fréttatilkynningu segir að farið var fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en maðurinn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás á Akureyri í gærkvöldi. Árásin varð eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna við útibú Arion banka og var eggvopni beitt.

Maðurinn sem grunaður er um að hafa beitt eggvopninu yfirgaf vettvang áður en lögreglan mætti en var handtekinn skömmu síðar. Við húsleit á heimili mannsins fannst blóðugur hnífur og hefur lögregla kallað eftir gögnum úr eftirlitsmyndavélum þar sem árásin varð.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×