Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 15:38 Úr leik í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir ensku úrvalsdeildarinnar ekki sýndir á Stöð 2 Sport, líkt og undanfarin ár. Þetta varð ljóst eftir að útboði ensku úrvalsdeildarinnar á sjónvarpsrétti deildarinnar lauk í vikunni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er enski boltinn á leiðinni í Sjónvarp Símans, en upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vildi ekki staðfesta neitt í þeim efnum í samtali við Vísi. Sýn hf., eigandi Stöðvar 2 Sports, lagði fram tilboð sem var umtalsvert hærra en virði síðasta samnings sem rennur út að loknu núverandi tímabili en það kemur fram í fréttatilkynningu Sýnar í dag sem má lesa neðst í fréttinni. Enn fremur kemur fram að ljóst var að annar aðili bauð betur. „Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til,“ segir í tilkynningunni. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla á Sýn, sagði ofurtilboð hafa ráðið úrslitum í útboðinu. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ sagði Björn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ekki greint frá því hver lagði fram tilboðið sem ákveðið var að ganga að í áðurnefndu útboði. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá ensku úrvalsdeildinni óslitið síðan 2007 en mun þrátt fyrir þessa breytingu sýna áfram frá fjölda íþrótta og keppna eftir sem áður.Hér að neðan má lesa fréttatilkynninguna frá Sýn í heild sinni.Stöð 2 Sport ekki með enska boltann frá og með hausti 2019 Í vikunni fór fram útboð á enska boltanum hjá Premier League fyrir leiktímabilið 2019-2022. Nokkur spenna var í tengslum við útboðið enda ljóst að fleiri en einn myndi bjóða í sýningarréttinn. Þrátt fyrir að Sýn hafi boðið mikla hækkun frá síðasta tímabili er nú ljóst að annar aðili bauð enn meiri hækkun. Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til. Áfram úrvals íþróttaefni á Stöð 2 Sport Þótt enski boltinn verði ekki lengur á Stöð 2 Sport frá og með hausti 2019 verður stöðin ennþá mjög sterk á sviði íþrótta, þar sem flestir réttir hafa nýlega verið endurnýjaðir. Nægir þar að nefna Meistaradeildina, Enska bikarinn, Pepsi deildirnar Spænsku deildina, Ítölsku deildina, Domino‘s deildirnar í körfu, Ameríska fótboltann, Olís deildirnar í handbolta, Formúlu 1 auk fjölda annarra greina. Það jákvæða við þessa breytingu fyrir neytendur er að sóknarfæri skapast til að bjóða aðgang að ofangreindum íþróttaviðburðum á enn betra verði en áður, en SÝN lækkaði sem kunnugt er áskriftarverð umtalsvert í maí síðastliðnum með það að markmiði að koma til móts við og fjölga viðskiptavinum. Einnig tryggja ákvæði í fjölmiðlalögum áskrifendum okkar áfram aðgang að beinum útsendingum enska boltans, óháð því hvaða sjónvarpsstöð heldur á efnisréttinum. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna. Stöð 2 Sport er eftir sem áður hlaðin frábæru íþróttaefni. Við höldum okkar striki og gerum íþróttaefni aðgengilegra og ódýrara fyrir íslenska neytendur,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir ensku úrvalsdeildarinnar ekki sýndir á Stöð 2 Sport, líkt og undanfarin ár. Þetta varð ljóst eftir að útboði ensku úrvalsdeildarinnar á sjónvarpsrétti deildarinnar lauk í vikunni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er enski boltinn á leiðinni í Sjónvarp Símans, en upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vildi ekki staðfesta neitt í þeim efnum í samtali við Vísi. Sýn hf., eigandi Stöðvar 2 Sports, lagði fram tilboð sem var umtalsvert hærra en virði síðasta samnings sem rennur út að loknu núverandi tímabili en það kemur fram í fréttatilkynningu Sýnar í dag sem má lesa neðst í fréttinni. Enn fremur kemur fram að ljóst var að annar aðili bauð betur. „Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til,“ segir í tilkynningunni. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla á Sýn, sagði ofurtilboð hafa ráðið úrslitum í útboðinu. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ sagði Björn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ekki greint frá því hver lagði fram tilboðið sem ákveðið var að ganga að í áðurnefndu útboði. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá ensku úrvalsdeildinni óslitið síðan 2007 en mun þrátt fyrir þessa breytingu sýna áfram frá fjölda íþrótta og keppna eftir sem áður.Hér að neðan má lesa fréttatilkynninguna frá Sýn í heild sinni.Stöð 2 Sport ekki með enska boltann frá og með hausti 2019 Í vikunni fór fram útboð á enska boltanum hjá Premier League fyrir leiktímabilið 2019-2022. Nokkur spenna var í tengslum við útboðið enda ljóst að fleiri en einn myndi bjóða í sýningarréttinn. Þrátt fyrir að Sýn hafi boðið mikla hækkun frá síðasta tímabili er nú ljóst að annar aðili bauð enn meiri hækkun. Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til. Áfram úrvals íþróttaefni á Stöð 2 Sport Þótt enski boltinn verði ekki lengur á Stöð 2 Sport frá og með hausti 2019 verður stöðin ennþá mjög sterk á sviði íþrótta, þar sem flestir réttir hafa nýlega verið endurnýjaðir. Nægir þar að nefna Meistaradeildina, Enska bikarinn, Pepsi deildirnar Spænsku deildina, Ítölsku deildina, Domino‘s deildirnar í körfu, Ameríska fótboltann, Olís deildirnar í handbolta, Formúlu 1 auk fjölda annarra greina. Það jákvæða við þessa breytingu fyrir neytendur er að sóknarfæri skapast til að bjóða aðgang að ofangreindum íþróttaviðburðum á enn betra verði en áður, en SÝN lækkaði sem kunnugt er áskriftarverð umtalsvert í maí síðastliðnum með það að markmiði að koma til móts við og fjölga viðskiptavinum. Einnig tryggja ákvæði í fjölmiðlalögum áskrifendum okkar áfram aðgang að beinum útsendingum enska boltans, óháð því hvaða sjónvarpsstöð heldur á efnisréttinum. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna. Stöð 2 Sport er eftir sem áður hlaðin frábæru íþróttaefni. Við höldum okkar striki og gerum íþróttaefni aðgengilegra og ódýrara fyrir íslenska neytendur,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira