Feðraveldið María Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Feðraveldi er ferlegt orð. Bæði vegna þess sem það stendur fyrir, en líka vegna þess hversu illa það lýsir því sem það þýðir. Feðraveldi er þýðing á enska hugtakinu patriarchy. Það er til betri þýðing. Kynjakerfi. Kynjakerfi er kerfið sem hefur valdið því að karlar; menn og drengir, hafa ekki alist upp við að tala um tilfinningar sínar, heldur að harka af sér. Það hefur viðhaldið stöðluðum ímyndum um karlmennsku sem birtist til dæmis í því að fjölmiðill gerir lítið úr mínum uppáhalds Króla sem opinberar tilfinningar sínar þegar hann talar um ofbeldi gegn konum, í stað þess að fjalla um samfélagsmeinið sem hann táraðist yfir. Þetta kynjakerfi hefur sætt nokkrum barsmíðum, lengst af aðallega af hálfu kvenna og femínista. Megintilgangur barningsins hefur verið að búa til svigrúm fyrir konur í samfélaginu til jafns við karla, losa þær undan ofbeldi sem hefur verið samofið samfélagsgerðum og vinna að því að upplifanir kvenna verði metnar til jafns við karla. Til dæmis með að borga þeim sömu laun fyrir sömu störf. Sannarlega byltingarkennt. Kynjakerfið heldur aftur af okkur öllum og það eru ekki bara konur sem njóta ágóðans af því að það kvarnist upp úr því. Það gera þau sem finna sig ekki í hinum hefðbundna tvískipta heimi karla og kvenna sem gerir tortryggilegt að fólk upplifi sig fyrst og fremst sem einstaklinga, en ekki kyn. Konur sannarlega. En það gera líka karlar; strákar og menn. Kynjakerfið er ímyndað kerfi sem setur upp raunverulegar hindranir og óþolandi takmarkanir. Er ekki kominn tími á að smalla það bara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Feðraveldi er ferlegt orð. Bæði vegna þess sem það stendur fyrir, en líka vegna þess hversu illa það lýsir því sem það þýðir. Feðraveldi er þýðing á enska hugtakinu patriarchy. Það er til betri þýðing. Kynjakerfi. Kynjakerfi er kerfið sem hefur valdið því að karlar; menn og drengir, hafa ekki alist upp við að tala um tilfinningar sínar, heldur að harka af sér. Það hefur viðhaldið stöðluðum ímyndum um karlmennsku sem birtist til dæmis í því að fjölmiðill gerir lítið úr mínum uppáhalds Króla sem opinberar tilfinningar sínar þegar hann talar um ofbeldi gegn konum, í stað þess að fjalla um samfélagsmeinið sem hann táraðist yfir. Þetta kynjakerfi hefur sætt nokkrum barsmíðum, lengst af aðallega af hálfu kvenna og femínista. Megintilgangur barningsins hefur verið að búa til svigrúm fyrir konur í samfélaginu til jafns við karla, losa þær undan ofbeldi sem hefur verið samofið samfélagsgerðum og vinna að því að upplifanir kvenna verði metnar til jafns við karla. Til dæmis með að borga þeim sömu laun fyrir sömu störf. Sannarlega byltingarkennt. Kynjakerfið heldur aftur af okkur öllum og það eru ekki bara konur sem njóta ágóðans af því að það kvarnist upp úr því. Það gera þau sem finna sig ekki í hinum hefðbundna tvískipta heimi karla og kvenna sem gerir tortryggilegt að fólk upplifi sig fyrst og fremst sem einstaklinga, en ekki kyn. Konur sannarlega. En það gera líka karlar; strákar og menn. Kynjakerfið er ímyndað kerfi sem setur upp raunverulegar hindranir og óþolandi takmarkanir. Er ekki kominn tími á að smalla það bara?
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar