Býst við hærri fargjöldum á næstunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2018 06:15 Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 7,4 prósent í verði í Kauphöllinni í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Afkoman var í samræmi við væntingar greinenda en jákvæð skilaboð stjórnenda félagsins á fundi með fjárfestum í gær kölluðu fram mikil viðbrögð á markaði. Fréttablaðið/Ernir Afkomuhorfur Icelandair Group á næsta ári munu ráðast að miklu leyti af því hver þróun flugfargjalda verður á komandi mánuðum, að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda í hagfræðideild Landsbankans. Starfandi forstjóri félagsins segist hafa enga trú á öðru en að fargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Flugfélög þurfi til lengri tíma litið að selja flugsæti á hærra verði en það kostar að framleiða þau. Fjárfestar tóku vel í uppgjör ferðaþjónustufélagsins fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var eftir lokun markaða á þriðjudag, en til marks um það ruku hlutabréf í félaginu upp um 7,4 prósent í verði í 530 milljóna króna viðskiptum í gær.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Sveinn segir hugsanlegt að einhverjir fjárfestar hafi lokað skortstöðum í félaginu og því hafi kauphliðin verið sterk í viðskiptum gærdagsins. Það kunni að einhverju leyti að skýra verðhækkanir hlutabréfanna. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að fjárfestar hafi að líkindum brugðist við heldur jákvæðum tóni í afkomutilkynningu félagsins og á fundi með fjárfestum í gærmorgun. „Skilaboð félagsins,“ útskýrir hann, „eru þau að því hafi tekist að leiðrétta þann vanda í leiðakerfinu sem olli misvægi á milli flugframboðs til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar og að á næsta ári verði misvægið á bak og burt. Einnig segist félagið vera að vinna að því að bæta tekjustýringarleiðir sínar og leita leiða til hagræðingar, svo sem með betri nýtingu á starfskröftum og aukinni sjálfvirknivæðingu. Ég ímynda mér að þessi jákvæðu skilaboð hafi að einhverju leyti kallað fram þessi viðbrögð á markaði,“ nefnir Elvar Ingi. Einnig hafi einhverjir markaðsaðilar haft af því áhyggjur í aðdraganda uppgjörsins að afkoman á fjórðungnum myndi valda vonbrigðum.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaEBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 115 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um 26 prósent á milli ára. Bogi Nils Bogason, sem settist tímabundið í forstjórastól í kjölfar brotthvarfs Björgólfs Jóhannssonar í ágúst, sagði á fjárfestafundinum að hærra olíuverð, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting skýrðu helst verri afkomu félagsins. Stjórnendur Icelandair Group búast nú við því að EBITDA í ár verði á bilinu 80 til 90 milljónir dala en áður gerði spá þeirra ráð fyrir að afkoman gæti numið allt að 100 milljónum dala. Jafnan gengur ekki upp Sveinn segir að til lengri tíma litið skipti það félagið litlu máli hvort EBITDA verði 80 eða 90 milljónir dala í ár. „Þess í stað eru fjárfestar farnir að einbeita sér að næsta ári og velta því til dæmis fyrir sér hverjar vaxtarhorfur félagsins séu á árinu. Félagið hefur lítið gefið upp um áætlanir sínar enn sem komið er. Afkomuhorfur félagsins munu einnig ráðast að miklu leyti af þróun flugfargjalda á næstu mánuðum. Nánast hver einasti forstjóri flugfélags í Evrópu hefur sagt að farmiðaverð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort framboðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni og nýtingu,“ segir Sveinn.Bogi Nils nefndi á fundinum í gær að sagan sýndi að það væru ávallt tafir á því að kostnaðarhækkunum, svo sem hækkunum á eldsneytisverði, væri fleytt út í flugfargjöld. Hann hefði „enga trú“ á öðru en að fargjöld myndu hækka í takt við hærra eldsneytisverð. „Með meiri aga á þessum markaði munu fargjöld hækka. Félögin þurfa í raun og veru að selja sætin á hærra verði en það kostar að framleiða þau, svona til lengri tíma. Það er heppilegra,“ sagði forstjórinn. Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vandamál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíuverði og flugfargjöldum, hafa lítið breyst til hins betra að undanförnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vandamálunum og að þau ættu bráðlega að vera úr sögunni. Skilaboðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raungerist.“Viðbótartekjur nær tvöfölduðust á milli ára Viðbótartekjur Icelandair Group námu 20 dölum á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar voru þær 11 dalir á farþega á sama tímabili í fyrra. Í fjórðungsuppgjöri félagsins voru í fyrsta sinn birtar upplýsingar um umræddar tekjur en þær eru skilgreindar sem allar tekjur félagsins af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Elvar Ingi segir að Economy Light valkosturinn, sem félagið kynnti til leiks fyrir um ári, kunni að skýra aukninguna að hluta. Áhugavert verði að sjá hver þróun teknanna verði á næstu misserum. „Markmiðið er klárlega að hækka þessa sölu og þar eru stór tækifæri að okkar mati,“ sagði Bogi Nils á fjárfestafundi í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira
Afkomuhorfur Icelandair Group á næsta ári munu ráðast að miklu leyti af því hver þróun flugfargjalda verður á komandi mánuðum, að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda í hagfræðideild Landsbankans. Starfandi forstjóri félagsins segist hafa enga trú á öðru en að fargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Flugfélög þurfi til lengri tíma litið að selja flugsæti á hærra verði en það kostar að framleiða þau. Fjárfestar tóku vel í uppgjör ferðaþjónustufélagsins fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var eftir lokun markaða á þriðjudag, en til marks um það ruku hlutabréf í félaginu upp um 7,4 prósent í verði í 530 milljóna króna viðskiptum í gær.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Sveinn segir hugsanlegt að einhverjir fjárfestar hafi lokað skortstöðum í félaginu og því hafi kauphliðin verið sterk í viðskiptum gærdagsins. Það kunni að einhverju leyti að skýra verðhækkanir hlutabréfanna. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að fjárfestar hafi að líkindum brugðist við heldur jákvæðum tóni í afkomutilkynningu félagsins og á fundi með fjárfestum í gærmorgun. „Skilaboð félagsins,“ útskýrir hann, „eru þau að því hafi tekist að leiðrétta þann vanda í leiðakerfinu sem olli misvægi á milli flugframboðs til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar og að á næsta ári verði misvægið á bak og burt. Einnig segist félagið vera að vinna að því að bæta tekjustýringarleiðir sínar og leita leiða til hagræðingar, svo sem með betri nýtingu á starfskröftum og aukinni sjálfvirknivæðingu. Ég ímynda mér að þessi jákvæðu skilaboð hafi að einhverju leyti kallað fram þessi viðbrögð á markaði,“ nefnir Elvar Ingi. Einnig hafi einhverjir markaðsaðilar haft af því áhyggjur í aðdraganda uppgjörsins að afkoman á fjórðungnum myndi valda vonbrigðum.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaEBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 115 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um 26 prósent á milli ára. Bogi Nils Bogason, sem settist tímabundið í forstjórastól í kjölfar brotthvarfs Björgólfs Jóhannssonar í ágúst, sagði á fjárfestafundinum að hærra olíuverð, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting skýrðu helst verri afkomu félagsins. Stjórnendur Icelandair Group búast nú við því að EBITDA í ár verði á bilinu 80 til 90 milljónir dala en áður gerði spá þeirra ráð fyrir að afkoman gæti numið allt að 100 milljónum dala. Jafnan gengur ekki upp Sveinn segir að til lengri tíma litið skipti það félagið litlu máli hvort EBITDA verði 80 eða 90 milljónir dala í ár. „Þess í stað eru fjárfestar farnir að einbeita sér að næsta ári og velta því til dæmis fyrir sér hverjar vaxtarhorfur félagsins séu á árinu. Félagið hefur lítið gefið upp um áætlanir sínar enn sem komið er. Afkomuhorfur félagsins munu einnig ráðast að miklu leyti af þróun flugfargjalda á næstu mánuðum. Nánast hver einasti forstjóri flugfélags í Evrópu hefur sagt að farmiðaverð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort framboðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni og nýtingu,“ segir Sveinn.Bogi Nils nefndi á fundinum í gær að sagan sýndi að það væru ávallt tafir á því að kostnaðarhækkunum, svo sem hækkunum á eldsneytisverði, væri fleytt út í flugfargjöld. Hann hefði „enga trú“ á öðru en að fargjöld myndu hækka í takt við hærra eldsneytisverð. „Með meiri aga á þessum markaði munu fargjöld hækka. Félögin þurfa í raun og veru að selja sætin á hærra verði en það kostar að framleiða þau, svona til lengri tíma. Það er heppilegra,“ sagði forstjórinn. Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vandamál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíuverði og flugfargjöldum, hafa lítið breyst til hins betra að undanförnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vandamálunum og að þau ættu bráðlega að vera úr sögunni. Skilaboðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raungerist.“Viðbótartekjur nær tvöfölduðust á milli ára Viðbótartekjur Icelandair Group námu 20 dölum á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar voru þær 11 dalir á farþega á sama tímabili í fyrra. Í fjórðungsuppgjöri félagsins voru í fyrsta sinn birtar upplýsingar um umræddar tekjur en þær eru skilgreindar sem allar tekjur félagsins af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Elvar Ingi segir að Economy Light valkosturinn, sem félagið kynnti til leiks fyrir um ári, kunni að skýra aukninguna að hluta. Áhugavert verði að sjá hver þróun teknanna verði á næstu misserum. „Markmiðið er klárlega að hækka þessa sölu og þar eru stór tækifæri að okkar mati,“ sagði Bogi Nils á fjárfestafundi í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira