Óður til jarðar og loftslags Ari Páll Karlsson skrifar 19. nóvember 2018 15:15 Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar