Óður til jarðar og loftslags Ari Páll Karlsson skrifar 19. nóvember 2018 15:15 Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun