
100 milljóna króna gjaldþrot upplýsingatæknifélags

Veðkröfur í félagið námu 82 milljónum króna en almennar kröfur 14 milljónum króna. Stærsti kröfuhafinn var Arion banki en veðin höfðu verði seld út úr félaginu.
Upplýsingatæknifélagið Omnis ehf. varð til við sameiningu félaganna Omnis og Upplýsingatæknifélagsins UTF, árið 2011. Félagið rak um tíma fjórar verslanir á suðvesturhorninu. Á Akranesi, í Borgarnesi, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.
Verslanir voru seldar úr félaginu árið 2015. Verslunin í Borgarnesi fékk nýtt nafn, heitir nú Tækniborg og nýir eigendur tóku sömuleiðis við rekstri verslunarinnar á Akranesi.
Um áramótin 2015 til 2016 sameinuðust upplýsingatæknifyrirtækin Premis, Omnis og Netvistun undir nafni Premis.
Tengdar fréttir

Tók vörur fyrir hundruð þúsunda út á stolið kort
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur og þjónustu í 94 skipti fyrir samtals verðmæti 682 þúsund krónur. Konan greiddi fyrir vörurnar með kreditkorti annarrar konu sem hún hafði komist yfir. Konan játaði brot sín fyrir dómi. Hæsta úttektin var í Samkaup Úrval en þar tók hún út vörur fyrir tæpar 65 þúsund krónur.

Premis kaupir Opex og Davíð og Gólíat
Premis hefur lokið við kaup og sameiningu á starfsemi Opex annars vegar og Davíð og Golíat hins vegar.

Akranes braut lög með samningi við son forseta bæjarstjórnar
Akraneskaupstaður braut gegn íslenskum lögum og EES-reglum þegar bærinn bauð ekki út kaup á tölvuþjónustu og samdi við fyrirtækið Securstore sem stýrt er af syni forseta bæjarstjórnar. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála.

Omnis fagnar tíu ára afmæli
Mikið úrval far- og spjaldtölva má finna í verslunum Omnis. Fyrirtækið býður upp á faglega og óháða ráðgjöf varðandi tölvukaup.