Hvað keyptu stjörnurnar eftir fyrstu stóru útborgunina? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2018 23:30 Ronaldo hefur alltaf hugsað vel um mömmu sína. vísir/getty Þegar íþróttamenn slá í gegn og skrifa undir stóran samning taka þeir upp á ýmsu. Sumir kaupa ristavél handa móður sinni en aðrir kaupa hús handa henni. Við skulum renna yfir nokkra áhugaverða hluti sem frægir íþróttamenn gerðu er þeir fengu loksins alvöru pening í veskið. Þegar spænski miðjumaðurinn Xavi lét það vera sitt fyrsta verk er hann varð atvinnumaður að kaupa ristavél handa móður sinni. Hún hefur líklega fengið eitthvað meira síðar meir. NBA-leikmaðurinn Harrison Barnes byrjaði aftur á móti á því að kaupa sér nýtt rúm. „Mig hafði alltaf dreymt um að eiga gott rúm. Ég keypti mér því gott og dýrt rúm,“ sagði Barnes. Knattspyrnukappinn Edison Cavani keypti fasteignir og land í borginni þar sem hann ólst upp. Fór strax að hugsa til framtíðar. Margir byrja á því að kaupa hús og það gerði NBA-leikmaðurinn Kelly Oubre meðal annars. Ekki veitti af í hans tilviki þar sem fjölskylda hans hafði lengi sofið saman í bíl. Tyrkneski knattspyrnukappinn Arda Turan fór afar frumlega leið og keypti eitt stykki bensínstöð fyrir pabba sinn. Faðirinn var svo eins og kóngur við að reka hana. Diego Godin, leikmaður Atletico Madrid, fór líka frumlega leið en hann keypti eitt stykki sementsverksmiðju með félaga sínum. Sérstakur æskudraumur að vilja eignast sementsverksmiðju. Þegar Cristiano Ronaldo fékk fyrstu stóru ávísunina sína þá gaf hann mömmu sinni hana svo hún þyrfti aldrei aftur að vinna. Mikill mömmustrákur. Fótbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Styrkir til VÍK Sport Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Þegar íþróttamenn slá í gegn og skrifa undir stóran samning taka þeir upp á ýmsu. Sumir kaupa ristavél handa móður sinni en aðrir kaupa hús handa henni. Við skulum renna yfir nokkra áhugaverða hluti sem frægir íþróttamenn gerðu er þeir fengu loksins alvöru pening í veskið. Þegar spænski miðjumaðurinn Xavi lét það vera sitt fyrsta verk er hann varð atvinnumaður að kaupa ristavél handa móður sinni. Hún hefur líklega fengið eitthvað meira síðar meir. NBA-leikmaðurinn Harrison Barnes byrjaði aftur á móti á því að kaupa sér nýtt rúm. „Mig hafði alltaf dreymt um að eiga gott rúm. Ég keypti mér því gott og dýrt rúm,“ sagði Barnes. Knattspyrnukappinn Edison Cavani keypti fasteignir og land í borginni þar sem hann ólst upp. Fór strax að hugsa til framtíðar. Margir byrja á því að kaupa hús og það gerði NBA-leikmaðurinn Kelly Oubre meðal annars. Ekki veitti af í hans tilviki þar sem fjölskylda hans hafði lengi sofið saman í bíl. Tyrkneski knattspyrnukappinn Arda Turan fór afar frumlega leið og keypti eitt stykki bensínstöð fyrir pabba sinn. Faðirinn var svo eins og kóngur við að reka hana. Diego Godin, leikmaður Atletico Madrid, fór líka frumlega leið en hann keypti eitt stykki sementsverksmiðju með félaga sínum. Sérstakur æskudraumur að vilja eignast sementsverksmiðju. Þegar Cristiano Ronaldo fékk fyrstu stóru ávísunina sína þá gaf hann mömmu sinni hana svo hún þyrfti aldrei aftur að vinna. Mikill mömmustrákur.
Fótbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Styrkir til VÍK Sport Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira