Dæmdur fyrir að sýna mótherjum fingurinn en var hann saklaus? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 10:30 Devin Darrington fagnaði snertimarki sínu aðeins of snemma og með ótrúlegum afleiðingum. Vísir/Getty Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira