Erfið vika framundan hjá May Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 23:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. EPA/DAVID LEVENSON Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi. Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56
Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27
May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00
Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30