Íbúum á tjaldstæðinu í Laugardal boðinn leigusamningur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 19:00 Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira