Ábyrgð óábyrgra Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun