Ók af vettvangi þar sem þrjár ungar konur slösuðust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 09:45 Svona fór fyrir bílnum en karlmaðurinn er sagður hafa ekið á brott án þess að aðstoða ungu konurnar þrjár. Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás. Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás.
Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50