Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan og Gulen voru vinir og samstarfsmenn á árum áður. AP/Burhan Ozbilici Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið að leita leiða til að framselja Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum til Tyrklands til að fá Recep Tayyip Erdogann, forseta Tyrklands, til að láta af þrýstingi sínum á Sádi-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi. Gulen býr í Bandaríkjunum með löglegum hætti og hefur gert það frá tíunda áratug síðustu aldar. Khashoggi starfaði sömuleiðis í Bandaríkjunum og bjó þar, þar til hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í síðasta mánuði.Heimildarmenn NBC segja meðlimi ríkisstjórnar Trump hafa lagt fram spurningar um löglegar leiðir til að koma Gulen til Tyrklands í síðasta mánuði. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna töldu víst í fyrstu að um einhvers konar brandara væri að ræða. Þeir urðu hins vegar æfir þegar í ljós kom að Hvíta húsinu var alvara.Hafa lengið viljað Gulen Gulen hefur verið í útlegð frá Tyrklandi um árabil en Erdogan og bandamenn hans hafa sakað Gulen um að koma að skipulagningu valdaránstilraunar í Tyrklandi sumarið 2016. Tugir þúsunda hafa verið handteknir, vísað úr störfum sínum og fangelsaðir vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Tyrkir hafa farið fram á að Gulen verði framseldur til Tyrklands en þeir hafa þó ekki fært fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Bandaríkin hafa því hingað til neitað að framselja Gulen. Erdogan hefur jafnvel sagt að bandaríska prestinum Andrew Brunson yrði sleppt úr haldi í Tyrklandi, ef Bandaríkin hefðu látið Gulen af hendi. Hvíta húsið hefur meðal annars sagt dómsmálaráðuneytinu og FBI að taka framsalsbeiðni Tyrkja aftur fyrir og afhenda Hvíta húsinu skýrslu um lagalegu stöðu Gulen í Bandaríkjunum. Þá segja heimildir NBC að embættismenn í Tyrklandi og Bandaríkjunum hafi rætt sín á milli að þvinga Gulen til að flytja frá Bandaríkjunum og til Suður-Afríku. Í kjölfar fréttar NBC sendi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu um að verið væri að fara yfir ný gögn sem Tyrkir hafi sent til Bandaríkjanna og þau snúi að Gulen. Talskona ráðuneytisins sagði það ekki koma morði Khashoggi við á nokkurn hátt.Í fyrra bárust fregnir af því að yfirvöld Tyrklands hefðu boðið Mike Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Trump, fimmtán milljónir dala fyrir hjálp við að ræna Gulen frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið að leita leiða til að framselja Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum til Tyrklands til að fá Recep Tayyip Erdogann, forseta Tyrklands, til að láta af þrýstingi sínum á Sádi-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi. Gulen býr í Bandaríkjunum með löglegum hætti og hefur gert það frá tíunda áratug síðustu aldar. Khashoggi starfaði sömuleiðis í Bandaríkjunum og bjó þar, þar til hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í síðasta mánuði.Heimildarmenn NBC segja meðlimi ríkisstjórnar Trump hafa lagt fram spurningar um löglegar leiðir til að koma Gulen til Tyrklands í síðasta mánuði. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna töldu víst í fyrstu að um einhvers konar brandara væri að ræða. Þeir urðu hins vegar æfir þegar í ljós kom að Hvíta húsinu var alvara.Hafa lengið viljað Gulen Gulen hefur verið í útlegð frá Tyrklandi um árabil en Erdogan og bandamenn hans hafa sakað Gulen um að koma að skipulagningu valdaránstilraunar í Tyrklandi sumarið 2016. Tugir þúsunda hafa verið handteknir, vísað úr störfum sínum og fangelsaðir vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Tyrkir hafa farið fram á að Gulen verði framseldur til Tyrklands en þeir hafa þó ekki fært fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Bandaríkin hafa því hingað til neitað að framselja Gulen. Erdogan hefur jafnvel sagt að bandaríska prestinum Andrew Brunson yrði sleppt úr haldi í Tyrklandi, ef Bandaríkin hefðu látið Gulen af hendi. Hvíta húsið hefur meðal annars sagt dómsmálaráðuneytinu og FBI að taka framsalsbeiðni Tyrkja aftur fyrir og afhenda Hvíta húsinu skýrslu um lagalegu stöðu Gulen í Bandaríkjunum. Þá segja heimildir NBC að embættismenn í Tyrklandi og Bandaríkjunum hafi rætt sín á milli að þvinga Gulen til að flytja frá Bandaríkjunum og til Suður-Afríku. Í kjölfar fréttar NBC sendi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu um að verið væri að fara yfir ný gögn sem Tyrkir hafi sent til Bandaríkjanna og þau snúi að Gulen. Talskona ráðuneytisins sagði það ekki koma morði Khashoggi við á nokkurn hátt.Í fyrra bárust fregnir af því að yfirvöld Tyrklands hefðu boðið Mike Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Trump, fimmtán milljónir dala fyrir hjálp við að ræna Gulen frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent