Tölvukunnátta María Bjarnadóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Japanski ráðherrann sem ber ábyrgð á netöryggismálum notar ekki tölvur. Hann upplýsti um þetta á svipuðum tíma og hann tók þátt í þingumræðum um netöryggismál í kjarnorkuverum og það kom í ljós að hann var ekki alveg viss um hvað USB-kubbur væri. Það er í sjálfu sér ekki hræðilegt að vita ekki hvað USB-kubbur er. Við munum ekki alltaf hvað allar skammstafanir þýða. Þessi kjarnorkutenging gerði mig samt örlítið órólega. Kveikti líka nokkrar spurningar. Hvernig er hægt að vera ráðherra í heimalandi Nintendo, Sony og Toshiba og nota ekki tölvu? Hvað með allan tölvupóstinn, innhólfið sem aldrei tæmist? Hvernig fylgist hann með fréttum? Les hann bara blaðið og ekkert annað? Eru engar myndir úr sumarfríinu á Instagram? Hvernig eiga kjósendur að tengja við hann sem einstakling nema að hafa aðgang að upplýsingum um hvernig sumarfrístýpa hann er? Hvernig er hægt að vera ráðherra netöryggismála og nota ekki tölvur? Er hægt að móta stefnu í málaflokki án þess að hafa raunverulegan skilning á grundvallaratriðum sem fjallað er um? Stjórnmálin fást oft við stór og flókin álitaefni. Við ætlum stjórnmálamönnum stundum að vera sérfræðingar í öllu sem þau fást við, en það eru þau auðvitað ekki. Þess vegna fá þau til liðs við sig aðstoðarfólk, sérfræðinga, ráðgjafa. Stjórnmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa migið í saltan sjó til þess að hafa trúverðuga sýn á kvótamál. Það er hægt að taka pólitíska umræðu um málefni fólks á flótta án þess að hafa þurft að búa í flóttamannabúðum. Það er hægt að hafa pólitíska sýn án þess að hafa reynt alla anga hennar persónulega. Það hlýtur samt að hjálpa að kunna á tölvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Sjá meira
Japanski ráðherrann sem ber ábyrgð á netöryggismálum notar ekki tölvur. Hann upplýsti um þetta á svipuðum tíma og hann tók þátt í þingumræðum um netöryggismál í kjarnorkuverum og það kom í ljós að hann var ekki alveg viss um hvað USB-kubbur væri. Það er í sjálfu sér ekki hræðilegt að vita ekki hvað USB-kubbur er. Við munum ekki alltaf hvað allar skammstafanir þýða. Þessi kjarnorkutenging gerði mig samt örlítið órólega. Kveikti líka nokkrar spurningar. Hvernig er hægt að vera ráðherra í heimalandi Nintendo, Sony og Toshiba og nota ekki tölvu? Hvað með allan tölvupóstinn, innhólfið sem aldrei tæmist? Hvernig fylgist hann með fréttum? Les hann bara blaðið og ekkert annað? Eru engar myndir úr sumarfríinu á Instagram? Hvernig eiga kjósendur að tengja við hann sem einstakling nema að hafa aðgang að upplýsingum um hvernig sumarfrístýpa hann er? Hvernig er hægt að vera ráðherra netöryggismála og nota ekki tölvur? Er hægt að móta stefnu í málaflokki án þess að hafa raunverulegan skilning á grundvallaratriðum sem fjallað er um? Stjórnmálin fást oft við stór og flókin álitaefni. Við ætlum stjórnmálamönnum stundum að vera sérfræðingar í öllu sem þau fást við, en það eru þau auðvitað ekki. Þess vegna fá þau til liðs við sig aðstoðarfólk, sérfræðinga, ráðgjafa. Stjórnmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa migið í saltan sjó til þess að hafa trúverðuga sýn á kvótamál. Það er hægt að taka pólitíska umræðu um málefni fólks á flótta án þess að hafa þurft að búa í flóttamannabúðum. Það er hægt að hafa pólitíska sýn án þess að hafa reynt alla anga hennar persónulega. Það hlýtur samt að hjálpa að kunna á tölvu.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar