Tölvukunnátta María Bjarnadóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Japanski ráðherrann sem ber ábyrgð á netöryggismálum notar ekki tölvur. Hann upplýsti um þetta á svipuðum tíma og hann tók þátt í þingumræðum um netöryggismál í kjarnorkuverum og það kom í ljós að hann var ekki alveg viss um hvað USB-kubbur væri. Það er í sjálfu sér ekki hræðilegt að vita ekki hvað USB-kubbur er. Við munum ekki alltaf hvað allar skammstafanir þýða. Þessi kjarnorkutenging gerði mig samt örlítið órólega. Kveikti líka nokkrar spurningar. Hvernig er hægt að vera ráðherra í heimalandi Nintendo, Sony og Toshiba og nota ekki tölvu? Hvað með allan tölvupóstinn, innhólfið sem aldrei tæmist? Hvernig fylgist hann með fréttum? Les hann bara blaðið og ekkert annað? Eru engar myndir úr sumarfríinu á Instagram? Hvernig eiga kjósendur að tengja við hann sem einstakling nema að hafa aðgang að upplýsingum um hvernig sumarfrístýpa hann er? Hvernig er hægt að vera ráðherra netöryggismála og nota ekki tölvur? Er hægt að móta stefnu í málaflokki án þess að hafa raunverulegan skilning á grundvallaratriðum sem fjallað er um? Stjórnmálin fást oft við stór og flókin álitaefni. Við ætlum stjórnmálamönnum stundum að vera sérfræðingar í öllu sem þau fást við, en það eru þau auðvitað ekki. Þess vegna fá þau til liðs við sig aðstoðarfólk, sérfræðinga, ráðgjafa. Stjórnmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa migið í saltan sjó til þess að hafa trúverðuga sýn á kvótamál. Það er hægt að taka pólitíska umræðu um málefni fólks á flótta án þess að hafa þurft að búa í flóttamannabúðum. Það er hægt að hafa pólitíska sýn án þess að hafa reynt alla anga hennar persónulega. Það hlýtur samt að hjálpa að kunna á tölvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Japanski ráðherrann sem ber ábyrgð á netöryggismálum notar ekki tölvur. Hann upplýsti um þetta á svipuðum tíma og hann tók þátt í þingumræðum um netöryggismál í kjarnorkuverum og það kom í ljós að hann var ekki alveg viss um hvað USB-kubbur væri. Það er í sjálfu sér ekki hræðilegt að vita ekki hvað USB-kubbur er. Við munum ekki alltaf hvað allar skammstafanir þýða. Þessi kjarnorkutenging gerði mig samt örlítið órólega. Kveikti líka nokkrar spurningar. Hvernig er hægt að vera ráðherra í heimalandi Nintendo, Sony og Toshiba og nota ekki tölvu? Hvað með allan tölvupóstinn, innhólfið sem aldrei tæmist? Hvernig fylgist hann með fréttum? Les hann bara blaðið og ekkert annað? Eru engar myndir úr sumarfríinu á Instagram? Hvernig eiga kjósendur að tengja við hann sem einstakling nema að hafa aðgang að upplýsingum um hvernig sumarfrístýpa hann er? Hvernig er hægt að vera ráðherra netöryggismála og nota ekki tölvur? Er hægt að móta stefnu í málaflokki án þess að hafa raunverulegan skilning á grundvallaratriðum sem fjallað er um? Stjórnmálin fást oft við stór og flókin álitaefni. Við ætlum stjórnmálamönnum stundum að vera sérfræðingar í öllu sem þau fást við, en það eru þau auðvitað ekki. Þess vegna fá þau til liðs við sig aðstoðarfólk, sérfræðinga, ráðgjafa. Stjórnmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa migið í saltan sjó til þess að hafa trúverðuga sýn á kvótamál. Það er hægt að taka pólitíska umræðu um málefni fólks á flótta án þess að hafa þurft að búa í flóttamannabúðum. Það er hægt að hafa pólitíska sýn án þess að hafa reynt alla anga hennar persónulega. Það hlýtur samt að hjálpa að kunna á tölvu.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar