Íslandspóstur fái 1,5 milljarða í lán frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. nóvember 2018 06:00 Íslandspóstur þarf að fá allt að einum og hálfum milljarði í fyrirgreiðslu frá ríkinu. Fréttablaðið/Ernir Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent