Óskar eftir því að Seðlabankinn krefji Kaupþing um svör um Kaupþingslánið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 16:04 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“ Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“
Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30
Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16