Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 16:26 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. EPA/WILL OLIVER Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir að verði þau drög að Brexit-samningi sem nú eru til viðræðna samþykkt, yrði það hrikalegt fyrir Skotland. Drögin fela í sér að Norður-Írland fái að vera áfram innan innri markaða Evrópusambandsins og að slíkt myndi vera ósanngjarnt gagnvart Skotlandi. Ríkisstjórn Sturgeon vill einnig vera innan innri markaða ESB. „Þetta yrði hrikalegt varðandi fjárfestingu og störf í Skotlandi,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Sturgeon.Þetta sagði Sturgeon í viðtali við fjölmiðla í Skotlandi og hún sagði enn fremur að þessi niðurstaða yrði sú versta af öllum. Þá sagði forsætisráðherrann að breska þingið gæti enn kosið gegn samkomulaginu og á væri hægt að leita betri lausna, eins og mögulegri áframhaldandi aðkomu alls Bretlands að innri markaði og tollasamastarfi ESB.WATCH: @NicolaSturgeon tells me a #Brexit deal which would leave Scotland outside the single market competing for investment and jobs with Northern Ireland would be the "worst of all possible worlds.'' pic.twitter.com/0x7IthUIAS — kathryn samson (@kathsamsonitv) November 14, 2018 AFP hefur einnig eftir þingmanninum Ross Thompson, sem er í íhaldsflokki Theresu May, að drögin séu óásættanleg. Hann segist hafa barist af mikilli hörku fyrir því að Skotland fengi ekki sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014. Hins vegar væri þetta samkomulag í raun að slíta Bretlandi upp með því að veita Norður-Írlandi undanþágu og áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum ESB. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 kusu 63 prósent Skota að vera áfram í ESB á meðan niðurstaðan yfir allt Bretland var sú að 52 prósent vildu yfirgefa sambandið. Tveimur árum höfðu 55 prósent Skota kosið að vera áfram í Bretlandi. Sturgeon segir að Brexit hafi breytt aðstæðum Skota verulega en enn sem komið er hefur hún ekki boðað til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Skotland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir að verði þau drög að Brexit-samningi sem nú eru til viðræðna samþykkt, yrði það hrikalegt fyrir Skotland. Drögin fela í sér að Norður-Írland fái að vera áfram innan innri markaða Evrópusambandsins og að slíkt myndi vera ósanngjarnt gagnvart Skotlandi. Ríkisstjórn Sturgeon vill einnig vera innan innri markaða ESB. „Þetta yrði hrikalegt varðandi fjárfestingu og störf í Skotlandi,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Sturgeon.Þetta sagði Sturgeon í viðtali við fjölmiðla í Skotlandi og hún sagði enn fremur að þessi niðurstaða yrði sú versta af öllum. Þá sagði forsætisráðherrann að breska þingið gæti enn kosið gegn samkomulaginu og á væri hægt að leita betri lausna, eins og mögulegri áframhaldandi aðkomu alls Bretlands að innri markaði og tollasamastarfi ESB.WATCH: @NicolaSturgeon tells me a #Brexit deal which would leave Scotland outside the single market competing for investment and jobs with Northern Ireland would be the "worst of all possible worlds.'' pic.twitter.com/0x7IthUIAS — kathryn samson (@kathsamsonitv) November 14, 2018 AFP hefur einnig eftir þingmanninum Ross Thompson, sem er í íhaldsflokki Theresu May, að drögin séu óásættanleg. Hann segist hafa barist af mikilli hörku fyrir því að Skotland fengi ekki sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014. Hins vegar væri þetta samkomulag í raun að slíta Bretlandi upp með því að veita Norður-Írlandi undanþágu og áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum ESB. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 kusu 63 prósent Skota að vera áfram í ESB á meðan niðurstaðan yfir allt Bretland var sú að 52 prósent vildu yfirgefa sambandið. Tveimur árum höfðu 55 prósent Skota kosið að vera áfram í Bretlandi. Sturgeon segir að Brexit hafi breytt aðstæðum Skota verulega en enn sem komið er hefur hún ekki boðað til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Skotland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira