Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira
„Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39