Hlutaféð aukið með sameiningu félaga Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Þingvangur var stofnað árið 2006. Vísir/Vilhelm Pálmar Harðarson, eigandi Þingvangs ehf., jók nýverið hlutafé verktakafyrirtækisins með sameiningu við þrjú önnur félög í hans eigu. Félögin sem um ræðir eru Þórsbygg ehf., móðurfélagið Eignasamsteypan ehf. og Marnes ehf. en með sameiningunni var hlutafé Þingvangs aukið úr 500 þúsund krónum í 9 milljónir að nafnvirði. Í svari Þingvangs við fyrirspurn frá Markaðinum kom ekki fram á hvaða gengi hlutafjáraukningin fór fram né heldur hvers vegna ákveðið var að ráðast í hlutafjáraukningu. Markaðurinn greindi í haust frá helstu atriðum í ársreikningi Þingvangs. Þingvangur átti eignir upp á 17,4 milljarða króna í lok síðasta árs borið saman við 13,4 milljarða eignir í lok árs 2016. Var eigið fé félagsins um 677 milljónir og eiginfjárhlutfallið því 3,9 prósent. Þá var handbært fé 61 milljón í árslok 2017. Félagið hagnaðist um tæpar 92 milljónir króna í fyrra samanborið við 695 milljóna króna hagnað árið 2016. Þingvangur hefur staðið í mikilli uppbyggingu á hinum svokallaða Hljómalindarreit í miðbæ Reykjavíkur. Þar voru byggðir 10.500 fermetrar, þar af 10 íbúðir við Laugaveg og 16 við Klapparstíg auk skrifstofu- og verslunarhúsnæðis. Verktakafyrirtækið byggði einnig 141 íbúð á Grandavegi og lauk þeim framkvæmdum í ár. Þá standa yfir framkvæmdir á Brynjureitnum sem er sameinuð lóð Hverfisgötu 40-44 og Laugavegs 27a-27b. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Minni hagnaður hjá Þingvangi Fréttablaðið/Vilhelm 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Pálmar Harðarson, eigandi Þingvangs ehf., jók nýverið hlutafé verktakafyrirtækisins með sameiningu við þrjú önnur félög í hans eigu. Félögin sem um ræðir eru Þórsbygg ehf., móðurfélagið Eignasamsteypan ehf. og Marnes ehf. en með sameiningunni var hlutafé Þingvangs aukið úr 500 þúsund krónum í 9 milljónir að nafnvirði. Í svari Þingvangs við fyrirspurn frá Markaðinum kom ekki fram á hvaða gengi hlutafjáraukningin fór fram né heldur hvers vegna ákveðið var að ráðast í hlutafjáraukningu. Markaðurinn greindi í haust frá helstu atriðum í ársreikningi Þingvangs. Þingvangur átti eignir upp á 17,4 milljarða króna í lok síðasta árs borið saman við 13,4 milljarða eignir í lok árs 2016. Var eigið fé félagsins um 677 milljónir og eiginfjárhlutfallið því 3,9 prósent. Þá var handbært fé 61 milljón í árslok 2017. Félagið hagnaðist um tæpar 92 milljónir króna í fyrra samanborið við 695 milljóna króna hagnað árið 2016. Þingvangur hefur staðið í mikilli uppbyggingu á hinum svokallaða Hljómalindarreit í miðbæ Reykjavíkur. Þar voru byggðir 10.500 fermetrar, þar af 10 íbúðir við Laugaveg og 16 við Klapparstíg auk skrifstofu- og verslunarhúsnæðis. Verktakafyrirtækið byggði einnig 141 íbúð á Grandavegi og lauk þeim framkvæmdum í ár. Þá standa yfir framkvæmdir á Brynjureitnum sem er sameinuð lóð Hverfisgötu 40-44 og Laugavegs 27a-27b.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Minni hagnaður hjá Þingvangi Fréttablaðið/Vilhelm 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira