Burt með krónuna? Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Það kostar víst á fjórðu krónu að framleiða einn krónupening. Samtals eru 119 milljónir slíkra í umferð, sem þýðir að undir sófasessum landsmanna eru hátt í 500 tonn af peningum sem hæpið er að verði nokkru sinni notaðir. Það er erfitt að átta sig á nauðsyn þess að halda hér úti slíkri mynt og sama mætti væntanlega segja um 25 milljónir fimmkalla. En hvað með hitt klinkið og seðlana? Seðlabanki Íslands sendi á dögunum frá sér áhugavert sérrit um rafkrónu þar sem meðal annars er rætt um stöðu reiðufjár á Íslandi. Þar er því haldið fram að þegar horft er fram veginn sé „líklegt að hlutdeild hefðbundins reiðufjár, að minnsta kosti í staðgreiðsluviðskiptum, fari minnkandi.“ Reynsla Dana sýni að börn og aldraðir séu helstu notendur reiðufjár þar í landi en aðrir séu móttækilegri fyrir öðrum greiðsluleiðum. Þetta hljómar alls ekki ólíklegt, en reiðufé er þó ekki einungis greiðslumáti heldur einnig geymslustaður fyrir verðmæti. Fáir geyma sennilega klink í stórum varasjóðum en 82% verðmætis lausafjár hér á landi er í formi 5.000 og 10.000 króna seðla. Reiðufé hefur sína kosti og galla sem sparnaðarform. Vissulega er það í ríkisábyrgð og tiltækt fyrirvaralaust, en það brennur stöðugt upp í verðbólgu og getur glatast. Dagleg notkun reiðufjár í viðskiptum á sennilega styttra eftir en áhugi fólks á að geyma sparifé undir koddanum. Á endanum má þó reikna með að við hættum alfarið að nota reiðufé og þá er spurningin hvað tekur við. Seðlabankinn undirbýr sig með umræðu um rafkrónu sem valkost og það er gott að vita að útgefandi reiðufjár skoði af fullri alvöru hvað taki við. Þegar rætt var um möguleika þess að innkalla 10.000 kr. seðla í fyrra fór allt í háaloft og ýmist var talað um aðgerðina sem nauðsynlega til að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi og örva einkaneyslu eða grófa skerðingu á rétti fólks til að geta átt óskráð viðskipti. Í næstu umferð verður umræðan vonandi yfirvegaðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Skoðun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Það kostar víst á fjórðu krónu að framleiða einn krónupening. Samtals eru 119 milljónir slíkra í umferð, sem þýðir að undir sófasessum landsmanna eru hátt í 500 tonn af peningum sem hæpið er að verði nokkru sinni notaðir. Það er erfitt að átta sig á nauðsyn þess að halda hér úti slíkri mynt og sama mætti væntanlega segja um 25 milljónir fimmkalla. En hvað með hitt klinkið og seðlana? Seðlabanki Íslands sendi á dögunum frá sér áhugavert sérrit um rafkrónu þar sem meðal annars er rætt um stöðu reiðufjár á Íslandi. Þar er því haldið fram að þegar horft er fram veginn sé „líklegt að hlutdeild hefðbundins reiðufjár, að minnsta kosti í staðgreiðsluviðskiptum, fari minnkandi.“ Reynsla Dana sýni að börn og aldraðir séu helstu notendur reiðufjár þar í landi en aðrir séu móttækilegri fyrir öðrum greiðsluleiðum. Þetta hljómar alls ekki ólíklegt, en reiðufé er þó ekki einungis greiðslumáti heldur einnig geymslustaður fyrir verðmæti. Fáir geyma sennilega klink í stórum varasjóðum en 82% verðmætis lausafjár hér á landi er í formi 5.000 og 10.000 króna seðla. Reiðufé hefur sína kosti og galla sem sparnaðarform. Vissulega er það í ríkisábyrgð og tiltækt fyrirvaralaust, en það brennur stöðugt upp í verðbólgu og getur glatast. Dagleg notkun reiðufjár í viðskiptum á sennilega styttra eftir en áhugi fólks á að geyma sparifé undir koddanum. Á endanum má þó reikna með að við hættum alfarið að nota reiðufé og þá er spurningin hvað tekur við. Seðlabankinn undirbýr sig með umræðu um rafkrónu sem valkost og það er gott að vita að útgefandi reiðufjár skoði af fullri alvöru hvað taki við. Þegar rætt var um möguleika þess að innkalla 10.000 kr. seðla í fyrra fór allt í háaloft og ýmist var talað um aðgerðina sem nauðsynlega til að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi og örva einkaneyslu eða grófa skerðingu á rétti fólks til að geta átt óskráð viðskipti. Í næstu umferð verður umræðan vonandi yfirvegaðri.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun