Capacent metur virði Marels 40 prósentum yfir markaðsgengi Helgi Vífill Júlíusson skrifar 14. nóvember 2018 09:45 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels. Fréttablaðið/Valli Verðmatsgengi Capacent er 40 prósentum hærra en markaðsgengi, eða 530 krónur á hlut, samkvæmt greiningu sem birtist á mánudag. Verðmatið er nær óbreytt í evrum talið frá síðasta mati en hækkar um nærri ellefu prósent í kjölfar tólf prósenta veikingar krónu. Verðmat Capacent á Marel hækkaði mikið árið 2017 og hefur heldur hækkað á þessu ári. Hækkunina má rekja til stórbætts rekstrar, mikils tekjuvaxtar og kaupa á eigin bréfum. Nú, eins og fyrr segir, skýrist hækkunin af gengisfalli krónu. Fyrri hluta árs 2017 fylgdi markaðurinn hækkun verðmats Capacent frekar þétt eftir, segir í greiningunni, en frá miðju ári 2017 hefur munurinn á verðmati og markaðsgengi aukist jafn og þétt. „Þrátt fyrir góðan rekstur og bætta arðsemi í rekstri hefur gengi Marels á markaði hækkað lítið síðastliðna 18 mánuði,“ segir Capacent. Marel er orðið of stórt fyrir íslenskan verðbréfamarkað, segir í greiningunni. Gengið hafi verið nær óbreytt frá ársbyrjun þrátt fyrir góðan rekstur og hagstæðar verðkennitölur. „Markaðsvirði félagsins er margföld árleg fjárfestingargeta íslenskra lífeyrissjóða sem eru langstærstu fjárfestarnir á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ljóst að ákvörðun stjórnar félagsins um að skrá félagið í erlenda kauphöll er góð. Það er nauðsynlegt skref fyrir félagið og tímasetningin virðist vera góð,“ segir Capacent. Marel stefnir á 12 prósenta meðalvöxt árlega yfir tímabilið 2017-2026 með yfirtökum og innri vexti. Reiknað er með að markaðurinn vaxi um fjögur til sex prósent á næstu árum. Greinandi Capacent veltir því fyrir sér hvort stjórnendur Marels ættu að setja í fyrsta sæti markmið um arðsemi undirliggjandi rekstrar frekar en vöxt. Ljós sé að fyrirtækið þurfi að standa í miklum fyrirtækjakaupum ef þau markmið eigi að nást. „Yfirtökur eru kostnaðarsamar, draga tímabundið úr arðsemi og geta dregið athygli frá daglegum rekstri,“ segir í greiningunni. „Hvert brot úr prósenti í rekstrarhagnaðarhlutfalli eykur verðmæti undirliggjandi rekstrar mikið en hraður vöxtur getur bitnað á arðsemi sem hefði neikvæð áhrif á verðmæti félagsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. 2. nóvember 2018 12:45 Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. 1. nóvember 2018 17:00 Marel á markað í Evrópu Stjórnendur Marels stefna á tvíhliða skráningu í kauphöll í Evrópu og á Íslandi. 31. október 2018 20:45 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Verðmatsgengi Capacent er 40 prósentum hærra en markaðsgengi, eða 530 krónur á hlut, samkvæmt greiningu sem birtist á mánudag. Verðmatið er nær óbreytt í evrum talið frá síðasta mati en hækkar um nærri ellefu prósent í kjölfar tólf prósenta veikingar krónu. Verðmat Capacent á Marel hækkaði mikið árið 2017 og hefur heldur hækkað á þessu ári. Hækkunina má rekja til stórbætts rekstrar, mikils tekjuvaxtar og kaupa á eigin bréfum. Nú, eins og fyrr segir, skýrist hækkunin af gengisfalli krónu. Fyrri hluta árs 2017 fylgdi markaðurinn hækkun verðmats Capacent frekar þétt eftir, segir í greiningunni, en frá miðju ári 2017 hefur munurinn á verðmati og markaðsgengi aukist jafn og þétt. „Þrátt fyrir góðan rekstur og bætta arðsemi í rekstri hefur gengi Marels á markaði hækkað lítið síðastliðna 18 mánuði,“ segir Capacent. Marel er orðið of stórt fyrir íslenskan verðbréfamarkað, segir í greiningunni. Gengið hafi verið nær óbreytt frá ársbyrjun þrátt fyrir góðan rekstur og hagstæðar verðkennitölur. „Markaðsvirði félagsins er margföld árleg fjárfestingargeta íslenskra lífeyrissjóða sem eru langstærstu fjárfestarnir á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ljóst að ákvörðun stjórnar félagsins um að skrá félagið í erlenda kauphöll er góð. Það er nauðsynlegt skref fyrir félagið og tímasetningin virðist vera góð,“ segir Capacent. Marel stefnir á 12 prósenta meðalvöxt árlega yfir tímabilið 2017-2026 með yfirtökum og innri vexti. Reiknað er með að markaðurinn vaxi um fjögur til sex prósent á næstu árum. Greinandi Capacent veltir því fyrir sér hvort stjórnendur Marels ættu að setja í fyrsta sæti markmið um arðsemi undirliggjandi rekstrar frekar en vöxt. Ljós sé að fyrirtækið þurfi að standa í miklum fyrirtækjakaupum ef þau markmið eigi að nást. „Yfirtökur eru kostnaðarsamar, draga tímabundið úr arðsemi og geta dregið athygli frá daglegum rekstri,“ segir í greiningunni. „Hvert brot úr prósenti í rekstrarhagnaðarhlutfalli eykur verðmæti undirliggjandi rekstrar mikið en hraður vöxtur getur bitnað á arðsemi sem hefði neikvæð áhrif á verðmæti félagsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. 2. nóvember 2018 12:45 Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. 1. nóvember 2018 17:00 Marel á markað í Evrópu Stjórnendur Marels stefna á tvíhliða skráningu í kauphöll í Evrópu og á Íslandi. 31. október 2018 20:45 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. 2. nóvember 2018 12:45
Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. 1. nóvember 2018 17:00
Marel á markað í Evrópu Stjórnendur Marels stefna á tvíhliða skráningu í kauphöll í Evrópu og á Íslandi. 31. október 2018 20:45