Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:28 Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira