Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2018 13:08 Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Getty/Lukas Schultze Friedrich Merz, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur arftaki Angelu Merkel í stóli formanns Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). „Flokkur sem er opinberlega nasískur og er með hreinan gyðingahatursundirtón, þar er þörf á skýrri afmörkun til hægri,“ segir Merz í útvarpsviðtali við ríkisfjölmiðilinn WDR 5. Merz segir þó ennfremur vilja ná þeim kjósendum CDU sem hafi kosið AfD að undanförnu aftur til baka. AfD hefur unnið mikla sigra í kosningum að undanförnu, en á sama tíma hefur fjarað undan fylgi hefðbundnu stjórnarflokkanna í þýskum stjórnmálum, Kristilegum demókrötum og Jafnaðarmönnum.Sækist ekki eftir endurkjöri Merkel greindi frá því í lok október að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður CDU á landsþingi í desember. Hún hyggst þó sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur 2021. Ljóst þykir að baráttan um formannsstólinn standi á milli Merz og Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóra CDU. AfD var stofnað árið 2013 og hefur talað fyrir því að stöðva straum innflytenda til Þýskalands og talað gegn múslimum. AfD náði í fyrsta skipti inn mönnum inn á þýska þingið í kosningunum haustið 2017, en hefur einnig náð inn mönnum á sambandsþingin um allt Þýskaland.Endurkoma hjá Merz Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur þó ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Þýskaland Tengdar fréttir Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Friedrich Merz, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur arftaki Angelu Merkel í stóli formanns Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). „Flokkur sem er opinberlega nasískur og er með hreinan gyðingahatursundirtón, þar er þörf á skýrri afmörkun til hægri,“ segir Merz í útvarpsviðtali við ríkisfjölmiðilinn WDR 5. Merz segir þó ennfremur vilja ná þeim kjósendum CDU sem hafi kosið AfD að undanförnu aftur til baka. AfD hefur unnið mikla sigra í kosningum að undanförnu, en á sama tíma hefur fjarað undan fylgi hefðbundnu stjórnarflokkanna í þýskum stjórnmálum, Kristilegum demókrötum og Jafnaðarmönnum.Sækist ekki eftir endurkjöri Merkel greindi frá því í lok október að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður CDU á landsþingi í desember. Hún hyggst þó sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur 2021. Ljóst þykir að baráttan um formannsstólinn standi á milli Merz og Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóra CDU. AfD var stofnað árið 2013 og hefur talað fyrir því að stöðva straum innflytenda til Þýskalands og talað gegn múslimum. AfD náði í fyrsta skipti inn mönnum inn á þýska þingið í kosningunum haustið 2017, en hefur einnig náð inn mönnum á sambandsþingin um allt Þýskaland.Endurkoma hjá Merz Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur þó ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu.
Þýskaland Tengdar fréttir Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30