OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Íslendingar vinna 1487 klukkustundir að meðaltali á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2017. OECD - World Economic Forum Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið. Þá ályktun má draga út frá tölum Hagstofunnar fyrir árið 2017 séu þær bornar saman nýjar tölur frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, vekur athygli á því að upplýsingar um Ísland sé ekki að finna í nýbirtum tölum OECD um vinnustundir þjóða heimsins. Telur hann það mega rekja til þess að Hagstofa Íslands hafi birt nýtt mat á útreikningum vinnustunda fyrr á árinu. OECD eigi líkast til eftir að taka tillit til þeirra forsendna. Ósamræmi virðist hafa verið í mælingu vinnustunda hér og annars staðar, meðal annars vegna marartíma á vinnutíma. OECD segir í klausu með birtingu nýjustu talnanna að samanburður sé varhugaverður þar sem forsendur talna frá hverju landi fyrir sig geti verið breytilegur. Þrátt fyrir það eru tölur frá Íslandi ekki teknar með til samanburðar.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Matartími talinn til vinnutímaHagstofan sendi frá sér tilkynningu í febrúar síðastliðnum undir yfirskriftinni „Ný tölfræði um vinnumagn og framleiðni vinnuafls.“ Þar kemur fram að ný aðferðarfræði bendi til þess að fjöldi vinnustunda sé minni en áður er talið. Munurinn sé á bilinu 16-22 prósent. Tveir þættir geti skýrt það. Annars vegar gætu þeir einstaklingar sem svara í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknarinnar gefið upp of margar vinnustundir. „Í því sambandi hefur verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda,“ segir á vef Hagstofunnar. Einnig sé þekkt að afstaða launamanna til lengdar vinnutíma geti haft áhrif á svör en hér á landi hafi langur vinnudagur þótt merki um eljusemi og starfsþrótt. Mikilvægt sé þó að undirstrika að ekki liggi fyrir rannsóknir um þessi atriði og því einungis um tilgátur að ræða. „Eftir stendur að lækkun á fjölda heildarvinnustunda hefur í för með sér töluverða breytingu á stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði á verðmætasköpun miðað við vinnutíma. Hafa ber í huga að í mörgum tilvikum liggja ólíkar aðferðir að baki alþjóðlegs samanburðar en niðurstöður samkvæmt þjóðhagsreikningastaðlinum eiga að gera samanburð mögulegan. Mismunurinn sem hér kemur fram undirstrikar nauðsyn þess að vel sé hugað að þeim aðferðum sem beitt er og gerðar séu frekari rannsóknir á þeim.“Úr skýrslu Viðskiptaráðs frá því í sumar. Þar er komist að þeirri niðurstöðu, miðað við tölur frá Hagstofu Íslands, að framleiðni á Íslandi sé á pari við hin Norðurlöndin en ekki minni eins og talið hefur verið.Á meðal þeirra sem vinna fæstar stundir Konráð bendir á að séu tölurnar fyrir árið 2017 skoðaðar á vef Hagstofunnar komi í ljós að fjöldi vinnustunda Íslendings á árinu sé að meðaltali 1487 klukkustundir. Það fær hann út með því að taka saman fjölda vinnustunda allra starfandi og deila með fjölda þeirra. Þegar sá fjöldi vinnustunda er borinn saman við nýjustu tölur OECD er Ísland á nýjum stað. Á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað fæstar vinnustundir, aðeins fleiri en Holland (1433 klukkustundir) en færri en Frakkland (1514 klukkustundir). Til þessa hefur verið talið að Íslendingar ynnu mun fleiri vinnustundir, 1883 vinnustundir í gögnum OECD frá því í fyrra.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkFramleiðni vanmetin til þessa Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á það í febrúar, í tengslum við frumvarp Pírata um skiptingu vinnuvikunnar, að ekki væri rétt að vinnustundir á Íslandi væru mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ sagði Halldór Benjamín. Konráð segir í samtali við Vísi að þótt tölurnar um vinnustundir virðist vera mýta megi ekki gleyma því að atvinnuþátttaka Íslendinga sé mjög mikil. Ungt fólk og konur vinni mun meira hér en víða annars staðar. Þá hafi nýju tölurnar sömuleiðis sýnt það að framleiðni á Íslandi sé nánast á pari við hin Norðurlöndin en ekki talsvert minni eins og áður var talið. Kjaramál Tengdar fréttir Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Vinnuvikan stytt hjá einum vinnustað í tilraunaverkefni Velferðarráðuneytið auglýsir eftir þátttöku vaktavinnustaðar í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. 7. júní 2018 14:20 SA leggst gegn fækkun dagvinnustunda og segir byrjað á öfugum enda Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag 21. febrúar 2018 12:56 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið. Þá ályktun má draga út frá tölum Hagstofunnar fyrir árið 2017 séu þær bornar saman nýjar tölur frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, vekur athygli á því að upplýsingar um Ísland sé ekki að finna í nýbirtum tölum OECD um vinnustundir þjóða heimsins. Telur hann það mega rekja til þess að Hagstofa Íslands hafi birt nýtt mat á útreikningum vinnustunda fyrr á árinu. OECD eigi líkast til eftir að taka tillit til þeirra forsendna. Ósamræmi virðist hafa verið í mælingu vinnustunda hér og annars staðar, meðal annars vegna marartíma á vinnutíma. OECD segir í klausu með birtingu nýjustu talnanna að samanburður sé varhugaverður þar sem forsendur talna frá hverju landi fyrir sig geti verið breytilegur. Þrátt fyrir það eru tölur frá Íslandi ekki teknar með til samanburðar.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Matartími talinn til vinnutímaHagstofan sendi frá sér tilkynningu í febrúar síðastliðnum undir yfirskriftinni „Ný tölfræði um vinnumagn og framleiðni vinnuafls.“ Þar kemur fram að ný aðferðarfræði bendi til þess að fjöldi vinnustunda sé minni en áður er talið. Munurinn sé á bilinu 16-22 prósent. Tveir þættir geti skýrt það. Annars vegar gætu þeir einstaklingar sem svara í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknarinnar gefið upp of margar vinnustundir. „Í því sambandi hefur verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda,“ segir á vef Hagstofunnar. Einnig sé þekkt að afstaða launamanna til lengdar vinnutíma geti haft áhrif á svör en hér á landi hafi langur vinnudagur þótt merki um eljusemi og starfsþrótt. Mikilvægt sé þó að undirstrika að ekki liggi fyrir rannsóknir um þessi atriði og því einungis um tilgátur að ræða. „Eftir stendur að lækkun á fjölda heildarvinnustunda hefur í för með sér töluverða breytingu á stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði á verðmætasköpun miðað við vinnutíma. Hafa ber í huga að í mörgum tilvikum liggja ólíkar aðferðir að baki alþjóðlegs samanburðar en niðurstöður samkvæmt þjóðhagsreikningastaðlinum eiga að gera samanburð mögulegan. Mismunurinn sem hér kemur fram undirstrikar nauðsyn þess að vel sé hugað að þeim aðferðum sem beitt er og gerðar séu frekari rannsóknir á þeim.“Úr skýrslu Viðskiptaráðs frá því í sumar. Þar er komist að þeirri niðurstöðu, miðað við tölur frá Hagstofu Íslands, að framleiðni á Íslandi sé á pari við hin Norðurlöndin en ekki minni eins og talið hefur verið.Á meðal þeirra sem vinna fæstar stundir Konráð bendir á að séu tölurnar fyrir árið 2017 skoðaðar á vef Hagstofunnar komi í ljós að fjöldi vinnustunda Íslendings á árinu sé að meðaltali 1487 klukkustundir. Það fær hann út með því að taka saman fjölda vinnustunda allra starfandi og deila með fjölda þeirra. Þegar sá fjöldi vinnustunda er borinn saman við nýjustu tölur OECD er Ísland á nýjum stað. Á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað fæstar vinnustundir, aðeins fleiri en Holland (1433 klukkustundir) en færri en Frakkland (1514 klukkustundir). Til þessa hefur verið talið að Íslendingar ynnu mun fleiri vinnustundir, 1883 vinnustundir í gögnum OECD frá því í fyrra.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkFramleiðni vanmetin til þessa Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á það í febrúar, í tengslum við frumvarp Pírata um skiptingu vinnuvikunnar, að ekki væri rétt að vinnustundir á Íslandi væru mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ sagði Halldór Benjamín. Konráð segir í samtali við Vísi að þótt tölurnar um vinnustundir virðist vera mýta megi ekki gleyma því að atvinnuþátttaka Íslendinga sé mjög mikil. Ungt fólk og konur vinni mun meira hér en víða annars staðar. Þá hafi nýju tölurnar sömuleiðis sýnt það að framleiðni á Íslandi sé nánast á pari við hin Norðurlöndin en ekki talsvert minni eins og áður var talið.
Kjaramál Tengdar fréttir Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Vinnuvikan stytt hjá einum vinnustað í tilraunaverkefni Velferðarráðuneytið auglýsir eftir þátttöku vaktavinnustaðar í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. 7. júní 2018 14:20 SA leggst gegn fækkun dagvinnustunda og segir byrjað á öfugum enda Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag 21. febrúar 2018 12:56 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41
Vinnuvikan stytt hjá einum vinnustað í tilraunaverkefni Velferðarráðuneytið auglýsir eftir þátttöku vaktavinnustaðar í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. 7. júní 2018 14:20
SA leggst gegn fækkun dagvinnustunda og segir byrjað á öfugum enda Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag 21. febrúar 2018 12:56