Ungmenni vilja meira umferðaröryggi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 19:00 Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður. Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður.
Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira