Ungmenni vilja meira umferðaröryggi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 19:00 Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður. Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður.
Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira