Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 19:45 Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. Starfsandi á skrifstofu Eflingar var áberandi í umræðunni fyrr í haust þegar fjallað var um meint átök á skrifstofu félagsins. Skrifstofustjóra var sagt upp og þá hafa nokkrir starfsmenn farið í veikindaleyfi, þeirra á meðal Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri og Elín Kjartansdóttir bókari. Báðar segjast þær hafa hröklast í veikindaleyfi vegna framkomu nýrrar forystu Eflingar í sinn garð.Geta ekki leitað til stéttarfélags „Það voru fundnar ásakanir á okkar hendur, hjá Kristjönu var það trúnaðarbrot í upphafi, hjá mér var það líka, það var enginn fótur fyrir því. Síðan hefur þetta bara haldið áfram að rúlla,“ segir Elín. Þær sendu erindi til stjórna Eflingar, Starfsgreinasambandsins og ASÍ í haust og óskuðu eftir úrlausn mála sinna en við því hefur ekki verið brugðist að þeirra sögn. Lögfræðingur hefur verið þeim innan handar þar sem eðli málsins samkvæmt geti þær ekki leitað til stéttarfélags. „Það er í það minnsta mjög athyglisvert þegar að stéttarfélag eins og Efling hefur það hlutverk að verja launamenn, að þegar það kemur að þeirra eigin starfsmönnum þá er enginn til að verja þá,“ segir Kristjana. „Ég held að miðað við það sem á undan er gengið að þá sé okkur ekkert vært að vera þarna í starfi. Ég held að það sé augljóst af þeirri framkomu sem við höfum upplifað,“ bætir hún við. Þær hafi verið teknar út af póstlista starfsmanna og lista yfir starfsfólk á heimasíðu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem færslu Elínar, þar sem hún rekur málið, hefur í tvígang verið eytt út af opinni Facebook-síðu félagsmanna. „Ég gerði aðra tilraun tveimur dögum seinna, það fékk að vera inni í 15 mínútur þá var því hent út og lokuð á mig Facebook-síðan þannig að ég get ekkert tjáð mig þar frekar inni,“ segir Elín.Sólveig Anna Jónsdóttir tók við sem formaður Eflingar fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm50 ára samanlagður starfsaldur „Við erum náttúrlega í veikindaleyfi eins og stendur en ef ekkert gerist í málinu þá hlýtur það að fara sömu leið og önnur ágreiningsmál milli starfsmanna og vinnuveitanda, að fara þá bara fyrir dóm,“ segir Kristjana og Elín tekur í sama streng. Þær voni þó að brugðist verði við erindum þeirra og málin leyst með öðrum hætti. „Við höfum upplifað algjört niðurbrot,“ segir Kristjana en aðspurðar segja þær ekki koma til greina að segja upp störfum enda þær séu meðvitaðar um réttindi sín sem launþegar á vinnumarkaði. „Ég tel það augljóst að við eigum hvorugar afturkvæmt til starfa þannig að miðað við það þá tel ég eðlilegt að það sé gengið frá formlegum starfslokum við okkur,“ segir Kristjana og Elín bætir við að það geti reynst erfitt fyrir konur á þeirra aldri að fá aðra vinnu enda séu þær báðar komnar yfir sextugt. Segir mikinn óróa á vinnustað Kristjana hefur starfað hjá Eflingu og öðrum stéttarfélögum sem á undan voru í 36 ár og Elín í 15 ár svo samanlagður starfsaldur þeirra nemur um 50 árum. Þær segja skrifstofu Eflingar hafa verið góðan vinnustað þangað til fljótlega eftir að forysta tók við á árinu með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann og Viðar Þorsteinsson, nýjan framkvæmdastjóra í fararbroddi. „Það er ekkert óeðlilegt við það að í svona lýðræðislegu félagi að það komi nýir stjórnendur og oft með nýjum stjórnendum þá koma nýir siðir, það er heldur ekkert óeðlilegt við það en það er ekkert sama hvernig þú gerir hlutina og ekki sama heldur hvernig þú kemur fram við fólk alveg sama hvaða skoðanir þú hefur. Mitt mat er það að það eigi alltaf að koma fram við fólk af virðingu og sanngirni,“ segir Kristjana. Þær hafi aftur á móti upplifað hið gagnstæða. „Það eru fleiri fyrirtæki í húsinu heldur en Efling og það er rosalegur órói á þessum vinnustað. Menn geta svo spurt sig af hverju,“ segir Kristjana. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hafna ásökunum Morgunblaðsins og segja blaðið fara með dylgjur Stjórnendur stéttarfélagsins Eflingar vísa í yfirlýsingu fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug og óska þess að blaðið "láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins." 6. október 2018 15:03 Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. Starfsandi á skrifstofu Eflingar var áberandi í umræðunni fyrr í haust þegar fjallað var um meint átök á skrifstofu félagsins. Skrifstofustjóra var sagt upp og þá hafa nokkrir starfsmenn farið í veikindaleyfi, þeirra á meðal Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri og Elín Kjartansdóttir bókari. Báðar segjast þær hafa hröklast í veikindaleyfi vegna framkomu nýrrar forystu Eflingar í sinn garð.Geta ekki leitað til stéttarfélags „Það voru fundnar ásakanir á okkar hendur, hjá Kristjönu var það trúnaðarbrot í upphafi, hjá mér var það líka, það var enginn fótur fyrir því. Síðan hefur þetta bara haldið áfram að rúlla,“ segir Elín. Þær sendu erindi til stjórna Eflingar, Starfsgreinasambandsins og ASÍ í haust og óskuðu eftir úrlausn mála sinna en við því hefur ekki verið brugðist að þeirra sögn. Lögfræðingur hefur verið þeim innan handar þar sem eðli málsins samkvæmt geti þær ekki leitað til stéttarfélags. „Það er í það minnsta mjög athyglisvert þegar að stéttarfélag eins og Efling hefur það hlutverk að verja launamenn, að þegar það kemur að þeirra eigin starfsmönnum þá er enginn til að verja þá,“ segir Kristjana. „Ég held að miðað við það sem á undan er gengið að þá sé okkur ekkert vært að vera þarna í starfi. Ég held að það sé augljóst af þeirri framkomu sem við höfum upplifað,“ bætir hún við. Þær hafi verið teknar út af póstlista starfsmanna og lista yfir starfsfólk á heimasíðu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem færslu Elínar, þar sem hún rekur málið, hefur í tvígang verið eytt út af opinni Facebook-síðu félagsmanna. „Ég gerði aðra tilraun tveimur dögum seinna, það fékk að vera inni í 15 mínútur þá var því hent út og lokuð á mig Facebook-síðan þannig að ég get ekkert tjáð mig þar frekar inni,“ segir Elín.Sólveig Anna Jónsdóttir tók við sem formaður Eflingar fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm50 ára samanlagður starfsaldur „Við erum náttúrlega í veikindaleyfi eins og stendur en ef ekkert gerist í málinu þá hlýtur það að fara sömu leið og önnur ágreiningsmál milli starfsmanna og vinnuveitanda, að fara þá bara fyrir dóm,“ segir Kristjana og Elín tekur í sama streng. Þær voni þó að brugðist verði við erindum þeirra og málin leyst með öðrum hætti. „Við höfum upplifað algjört niðurbrot,“ segir Kristjana en aðspurðar segja þær ekki koma til greina að segja upp störfum enda þær séu meðvitaðar um réttindi sín sem launþegar á vinnumarkaði. „Ég tel það augljóst að við eigum hvorugar afturkvæmt til starfa þannig að miðað við það þá tel ég eðlilegt að það sé gengið frá formlegum starfslokum við okkur,“ segir Kristjana og Elín bætir við að það geti reynst erfitt fyrir konur á þeirra aldri að fá aðra vinnu enda séu þær báðar komnar yfir sextugt. Segir mikinn óróa á vinnustað Kristjana hefur starfað hjá Eflingu og öðrum stéttarfélögum sem á undan voru í 36 ár og Elín í 15 ár svo samanlagður starfsaldur þeirra nemur um 50 árum. Þær segja skrifstofu Eflingar hafa verið góðan vinnustað þangað til fljótlega eftir að forysta tók við á árinu með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann og Viðar Þorsteinsson, nýjan framkvæmdastjóra í fararbroddi. „Það er ekkert óeðlilegt við það að í svona lýðræðislegu félagi að það komi nýir stjórnendur og oft með nýjum stjórnendum þá koma nýir siðir, það er heldur ekkert óeðlilegt við það en það er ekkert sama hvernig þú gerir hlutina og ekki sama heldur hvernig þú kemur fram við fólk alveg sama hvaða skoðanir þú hefur. Mitt mat er það að það eigi alltaf að koma fram við fólk af virðingu og sanngirni,“ segir Kristjana. Þær hafi aftur á móti upplifað hið gagnstæða. „Það eru fleiri fyrirtæki í húsinu heldur en Efling og það er rosalegur órói á þessum vinnustað. Menn geta svo spurt sig af hverju,“ segir Kristjana.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hafna ásökunum Morgunblaðsins og segja blaðið fara með dylgjur Stjórnendur stéttarfélagsins Eflingar vísa í yfirlýsingu fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug og óska þess að blaðið "láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins." 6. október 2018 15:03 Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Hafna ásökunum Morgunblaðsins og segja blaðið fara með dylgjur Stjórnendur stéttarfélagsins Eflingar vísa í yfirlýsingu fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug og óska þess að blaðið "láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins." 6. október 2018 15:03
Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00
Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15