Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2018 17:54 Mark Carney, seðlabankastjóri, kynnti skýrslu bankans í dag. EPA/WIll Oliver Seðlabanki Bretlands telur að hagkerfi Bretlands gæti skroppið saman um allt að átta prósent gangi landið úr Evrópusambandinu án samnings um útgönguna. Kreppan gætu orðið verri en eftir fjármálahrunið árið 2008. Fjármálaráðuneytið telur að Bretum eigi eftir að vegna verr eftir útgönguna en ef þær væru um kyrrt, sama hvaða leið verður farin. Í greiningu Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, á verstu mögulegu sviðsmynd Brexit kemur fram að útganga án samnings myndi leiða til gengishruns pundsins og fasteignaverð gæti fallið um tæpan þriðjung fyrstu fimm árin eftir Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxtur gæti þó aftur farið af stað fyrir árslok 2023. Bankinn byggir greiningu sína meðal annars á því að Bretar taki upp reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, geri enga viðskiptasamninga fyrir árið 2022 og að þeir missi aðgang að öllum viðskiptasamningum á milli Evrópusambandsins og annarra ríkja. Þá gerir bankinn ráð fyrir röskunum á landamærum vegna eftirlits og fækkun innflytjenda. Breska fjármálaráðuneytið segir í skýrslu sem birt var í dag að verg landsframleiðsla landsins verði minni fimmtán árum eftir útgönguna úr ESB en ef það hefði haldið aðild sinni áfram. Það telur að efnahagur Bretlands dragist saman um 9,3% ef enginn útgöngusamningur næst við Evrópusambandið. Samningur sem Theresa May forsætisráðherra náði við sambandið verður lagður fyrir breska þingið eftir hálfan mánuð. Fjármálaráðuneytið vann hins vegar enga spá sem byggði á forsendum samnings May í skýrslu sinni. Óljóst er hvort að nægilegur stuðningur er við samnings forsætisráðherrann til að hann verði samþykktur í þinginu. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Seðlabanki Bretlands telur að hagkerfi Bretlands gæti skroppið saman um allt að átta prósent gangi landið úr Evrópusambandinu án samnings um útgönguna. Kreppan gætu orðið verri en eftir fjármálahrunið árið 2008. Fjármálaráðuneytið telur að Bretum eigi eftir að vegna verr eftir útgönguna en ef þær væru um kyrrt, sama hvaða leið verður farin. Í greiningu Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, á verstu mögulegu sviðsmynd Brexit kemur fram að útganga án samnings myndi leiða til gengishruns pundsins og fasteignaverð gæti fallið um tæpan þriðjung fyrstu fimm árin eftir Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxtur gæti þó aftur farið af stað fyrir árslok 2023. Bankinn byggir greiningu sína meðal annars á því að Bretar taki upp reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, geri enga viðskiptasamninga fyrir árið 2022 og að þeir missi aðgang að öllum viðskiptasamningum á milli Evrópusambandsins og annarra ríkja. Þá gerir bankinn ráð fyrir röskunum á landamærum vegna eftirlits og fækkun innflytjenda. Breska fjármálaráðuneytið segir í skýrslu sem birt var í dag að verg landsframleiðsla landsins verði minni fimmtán árum eftir útgönguna úr ESB en ef það hefði haldið aðild sinni áfram. Það telur að efnahagur Bretlands dragist saman um 9,3% ef enginn útgöngusamningur næst við Evrópusambandið. Samningur sem Theresa May forsætisráðherra náði við sambandið verður lagður fyrir breska þingið eftir hálfan mánuð. Fjármálaráðuneytið vann hins vegar enga spá sem byggði á forsendum samnings May í skýrslu sinni. Óljóst er hvort að nægilegur stuðningur er við samnings forsætisráðherrann til að hann verði samþykktur í þinginu.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent