Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2018 10:00 Trump á vettvangi eldanna í Kaliforníu, þar sem hann velti vöngum yfir því hvort íbúar ríkisins ættu að raka skóganna eins og hann taldi gert í Finnlandi. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera meðal þeirra sem trúa á því að loftslagsbreytingar séu að auka á vandamál Bandaríkjanna. Hann sjái þetta ekki sem vandamál og trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftslagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. Trump hefur fellt niður þó nokkrar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd í Bandaríkjunum og hefur ekki tekið upp neins konar umhverfisstefnu.„Eitt af vandamálunum sem fólk eins og ég, við erum með hátt gáfnastig en trúum þessu ekki endilega þannig,“ sagði Trump í viðtali sem Washington Post birti í gær. Þar var hann spurður út í loftlagsbreytingar. „Varðandi það hvort það er af mannavöldum eða ekki og hvort þessi áhrif sem þú ert að tala um eru þarna eða ekki, ég sé það ekki.“ Í stað þess að ræða það sem vísindamenn segja að sé að keyra loftslagsbreytingar áfram; koltvísýringur sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneytis, fór forsetinn að tala um mengun í öðrum löndum og í höfum jarðarinnar og stýringu skógvaxinna svæða. „Þú horfir á loftið okkar og vatnið okkar og núna hefur það aldrei verið hreinna,“ sagði Trump. „En ef þú horfir á Kína og þú horfir á hluta Asíu og þú horfir á Suður-Ameríku og þegar þú horfir á marga aðra staði í heiminum, þar á meðal Rússland, auk margra annarra staða, er loftið ótrúlega óhreint, og þegar þú talar um gufuhvolf, þá eru höfin mjög smá. Þetta blæs hingað yfir og siglir hingað yfir. Ég meina við tökum alltaf þúsundir tonna af rusli af ströndum okkar sem kemur hingað frá Asíu. Það bara flæðir beint niður Kyrrahafið. Það flæðir og við segjum: Hvaðan kemur þetta? og það þarf svo mikið fólk, til að byrja með.“ Eins og bent er á í umfjöllun WP hefur hitastig jarðarinnar hækkað og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að verði ekki dregið úr losun koltvísýrings muni hlýnunin halda áfram og á endanum valda óafturkræfum skaða. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að ekki hefði gengið nægilega vel að draga úr losun koltvísýrings og að þjóðir heimsins væru langt frá því að standa við loforð sín í þeim efnum. Blaðamenn Washington Post báru ummæli Trump undir loftslagsvísindamenn sem spöruðu ekki stóru orðin. Katharine Hayhoe sagði staðreyndir vera sannar þó fólk trúði þeim ekki. Það að forseti Bandaríkjanna kysi að trúa þeim ekki setti Bandaríkin og hundruð milljónir manna í hættu. Andrew Dessler átti erfitt með að tjá sig um ummæli forsetans. „Hvernig í ósköpunum er hægt að svara þessu?“ sagði Dessler. Hann sagði ummæli Trump vera heimskuleg og að svo virtist sem að hann vildi eingöngu ráðast gegn umhverfisstefnumálum Barack Obama og gagnrýna pólitíska andstæðinga sína. Bandaríkin Donald Trump Finnland Loftslagsmál Norðurlönd Tengdar fréttir Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58 Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera meðal þeirra sem trúa á því að loftslagsbreytingar séu að auka á vandamál Bandaríkjanna. Hann sjái þetta ekki sem vandamál og trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftslagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. Trump hefur fellt niður þó nokkrar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd í Bandaríkjunum og hefur ekki tekið upp neins konar umhverfisstefnu.„Eitt af vandamálunum sem fólk eins og ég, við erum með hátt gáfnastig en trúum þessu ekki endilega þannig,“ sagði Trump í viðtali sem Washington Post birti í gær. Þar var hann spurður út í loftlagsbreytingar. „Varðandi það hvort það er af mannavöldum eða ekki og hvort þessi áhrif sem þú ert að tala um eru þarna eða ekki, ég sé það ekki.“ Í stað þess að ræða það sem vísindamenn segja að sé að keyra loftslagsbreytingar áfram; koltvísýringur sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneytis, fór forsetinn að tala um mengun í öðrum löndum og í höfum jarðarinnar og stýringu skógvaxinna svæða. „Þú horfir á loftið okkar og vatnið okkar og núna hefur það aldrei verið hreinna,“ sagði Trump. „En ef þú horfir á Kína og þú horfir á hluta Asíu og þú horfir á Suður-Ameríku og þegar þú horfir á marga aðra staði í heiminum, þar á meðal Rússland, auk margra annarra staða, er loftið ótrúlega óhreint, og þegar þú talar um gufuhvolf, þá eru höfin mjög smá. Þetta blæs hingað yfir og siglir hingað yfir. Ég meina við tökum alltaf þúsundir tonna af rusli af ströndum okkar sem kemur hingað frá Asíu. Það bara flæðir beint niður Kyrrahafið. Það flæðir og við segjum: Hvaðan kemur þetta? og það þarf svo mikið fólk, til að byrja með.“ Eins og bent er á í umfjöllun WP hefur hitastig jarðarinnar hækkað og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að verði ekki dregið úr losun koltvísýrings muni hlýnunin halda áfram og á endanum valda óafturkræfum skaða. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að ekki hefði gengið nægilega vel að draga úr losun koltvísýrings og að þjóðir heimsins væru langt frá því að standa við loforð sín í þeim efnum. Blaðamenn Washington Post báru ummæli Trump undir loftslagsvísindamenn sem spöruðu ekki stóru orðin. Katharine Hayhoe sagði staðreyndir vera sannar þó fólk trúði þeim ekki. Það að forseti Bandaríkjanna kysi að trúa þeim ekki setti Bandaríkin og hundruð milljónir manna í hættu. Andrew Dessler átti erfitt með að tjá sig um ummæli forsetans. „Hvernig í ósköpunum er hægt að svara þessu?“ sagði Dessler. Hann sagði ummæli Trump vera heimskuleg og að svo virtist sem að hann vildi eingöngu ráðast gegn umhverfisstefnumálum Barack Obama og gagnrýna pólitíska andstæðinga sína.
Bandaríkin Donald Trump Finnland Loftslagsmál Norðurlönd Tengdar fréttir Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58 Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58
Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24