Guðlagur hvatti Breta til samstöðu í Newsnight Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2018 07:50 Guðlaugur Þór í Newsnight sem er á dagskrá BBC. Newsnight Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sagðist fagna þeirri hugmynd að Bretar fái inngöngu í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, við útgönguna úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Guðlaugur Þór í þættinum Newsnight á dagskrá breska ríkissjónvarpsins BBC. Hann tók Ísland sem dæmi um land sem er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu og hvernig það nýtir sér samninga sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu en getur um leið gert sína eigin fríverslunarsamninga við önnur lönd í heiminum.Hann sagði í Newsnight að ekki væri meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu á meðal Íslendinga."We would be very positive towards the idea of the UK joining EFTA or the EEA- you are the ones that started the organisation"Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson on the @NickBoles plan to join the EEA/EFTA#newsnight | @GudlaugurThorhttps://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/4L1a2nRNAg— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur bætti því við að hann hefði ekki áhyggjur af framtíð EFTA ef Bretar fengju þar inn og sagðist fremur jákvæður fyrir þeirri hugmynd. „Ég tala hér vitaskuld fyrir sjálfan mig og við munum ekki skipta okkur af breskri pólitík,“ bætti Guðlaugur við. Hann benti þó á að Bretar hefðu komið að stofnun EFTA og þá hefði umræðan verið sú sama. Bretar vildu stunda viðskipti við umheiminn en ekki tilheyra tollabandalagi.If the UK joined EFTA - would it blow it apart? No, says Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson.“The most important thing is the people... we should be constructive when we think about solutions” #newsnight | @GudlaugurThor | @maitlis | https://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/eu2MCcokk8— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur lagði áherslu á að breskir flokkar ættu að vera uppbyggilegir í nálgun þegar þeir huguðu að lausnum á framtíð Bretlands og ekki stofna til vandræða. Hann sagði að þjóðir sem deila sömu sýn í Evrópu ættu að standa saman. „Það mikilvæga er að Bretland er ekki að yfirgefa Evrópu og í Evrópu höfum við nokkur lög af samstarfi.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sagðist fagna þeirri hugmynd að Bretar fái inngöngu í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, við útgönguna úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Guðlaugur Þór í þættinum Newsnight á dagskrá breska ríkissjónvarpsins BBC. Hann tók Ísland sem dæmi um land sem er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu og hvernig það nýtir sér samninga sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu en getur um leið gert sína eigin fríverslunarsamninga við önnur lönd í heiminum.Hann sagði í Newsnight að ekki væri meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu á meðal Íslendinga."We would be very positive towards the idea of the UK joining EFTA or the EEA- you are the ones that started the organisation"Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson on the @NickBoles plan to join the EEA/EFTA#newsnight | @GudlaugurThorhttps://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/4L1a2nRNAg— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur bætti því við að hann hefði ekki áhyggjur af framtíð EFTA ef Bretar fengju þar inn og sagðist fremur jákvæður fyrir þeirri hugmynd. „Ég tala hér vitaskuld fyrir sjálfan mig og við munum ekki skipta okkur af breskri pólitík,“ bætti Guðlaugur við. Hann benti þó á að Bretar hefðu komið að stofnun EFTA og þá hefði umræðan verið sú sama. Bretar vildu stunda viðskipti við umheiminn en ekki tilheyra tollabandalagi.If the UK joined EFTA - would it blow it apart? No, says Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson.“The most important thing is the people... we should be constructive when we think about solutions” #newsnight | @GudlaugurThor | @maitlis | https://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/eu2MCcokk8— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur lagði áherslu á að breskir flokkar ættu að vera uppbyggilegir í nálgun þegar þeir huguðu að lausnum á framtíð Bretlands og ekki stofna til vandræða. Hann sagði að þjóðir sem deila sömu sýn í Evrópu ættu að standa saman. „Það mikilvæga er að Bretland er ekki að yfirgefa Evrópu og í Evrópu höfum við nokkur lög af samstarfi.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira