Áratugur breytinga: Íslendingar og umhverfismál Ólafur Elínarson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun