HB Grandi fer yfir kvótaþakið með kaupunum á Ögurvík Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 06:30 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. fréttablaðið/anton brink Í kjölfar kaupa HB Granda á Ögurvík, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku, ræður fyrrnefnda félagið yfir 12,4 prósentum af heildarkvótanum, talið í þorskígildum, og er þannig komið yfir leyfilegt hámark sem er 12 prósent. Félagið fer með kaupunum einnig yfir 20 prósenta leyfilega hámarkið í ufsa. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna sem birt var á vef eftirlitsins á mánudag. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða ber Fiskistofu að tilkynna fyrirtækjum ef aflaheimildir í þeirra eigu fara yfir kvótaþakið og er viðkomandi fyrirtækjum þá veittur sex mánaða frestur til þess að koma aflahlutdeild sinni niður fyrir mörkin. Samkeppniseftirlitið lagði eins og áður sagði blessun sína yfir kaup HB Granda á Ögurvík með þeim rökum að samanlögð markaðshlutdeild félaganna væri einungis um 12 prósent. Eftirlitið bendir þó á að það hafi jafnframt til skoðunar hvort kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, sem gengið var frá í apríl síðastliðnum, hafi falið í sér tilkynningarskyldan samruna í skilningi samkeppnislaga. Verði það niðurstaðan muni eftirlitið meta þau kaup sérstaklega og þá með hliðsjón af kaupum HB Granda á Ögurvík. „Fyrir liggur að með slíkum samruna, sé um samruna að ræða, mun sameinað félag fara enn frekar yfir leyfileg hámörk í ufsa og heildarhlutfalli sem og einnig í karfa og grálúðu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð HB Granda á Ögurvík er 12,3 milljarðar króna en seljandi er Útgerðarfélag Reykjavíkur, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er jafnframt forstjóri og stærsti eigandi HB Granda. Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Sjávarútvegur Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í kjölfar kaupa HB Granda á Ögurvík, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku, ræður fyrrnefnda félagið yfir 12,4 prósentum af heildarkvótanum, talið í þorskígildum, og er þannig komið yfir leyfilegt hámark sem er 12 prósent. Félagið fer með kaupunum einnig yfir 20 prósenta leyfilega hámarkið í ufsa. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna sem birt var á vef eftirlitsins á mánudag. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða ber Fiskistofu að tilkynna fyrirtækjum ef aflaheimildir í þeirra eigu fara yfir kvótaþakið og er viðkomandi fyrirtækjum þá veittur sex mánaða frestur til þess að koma aflahlutdeild sinni niður fyrir mörkin. Samkeppniseftirlitið lagði eins og áður sagði blessun sína yfir kaup HB Granda á Ögurvík með þeim rökum að samanlögð markaðshlutdeild félaganna væri einungis um 12 prósent. Eftirlitið bendir þó á að það hafi jafnframt til skoðunar hvort kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, sem gengið var frá í apríl síðastliðnum, hafi falið í sér tilkynningarskyldan samruna í skilningi samkeppnislaga. Verði það niðurstaðan muni eftirlitið meta þau kaup sérstaklega og þá með hliðsjón af kaupum HB Granda á Ögurvík. „Fyrir liggur að með slíkum samruna, sé um samruna að ræða, mun sameinað félag fara enn frekar yfir leyfileg hámörk í ufsa og heildarhlutfalli sem og einnig í karfa og grálúðu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð HB Granda á Ögurvík er 12,3 milljarðar króna en seljandi er Útgerðarfélag Reykjavíkur, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er jafnframt forstjóri og stærsti eigandi HB Granda.
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Sjávarútvegur Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira