Krefst frávísunar í „shaken baby“-máli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2018 06:15 Sigurður Guðmundsson mætti í héraðsdóm með verjanda sínum til að hlýða á skýrslu dr. Squier árið 2014. Fréttablaðið/Ernir Ríkissaksóknari fer fram á að svokölluðu „shaken baby“-máli verði vísað frá Hæstarétti þegar málið verður flutt þar 23. janúar næstkomandi. Sigurður Guðmundsson var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, þannig að hann lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. „Allt virðist þetta vera sett fram í þeim eina tilgangi að rökstyðja þá trú Dr. Waney Squier að svokallað Shaken baby syndrome sé ekki til,“ segir í greinargerð saksóknara, en frávísunarkrafan byggir öðrum þræði á því að dr. Squier hafi verið bæði óábyrg og ónákvæm sem dómkvaddur matsmaður. Dr. Squier er ekki óumdeild en hún var svipt lækningaleyfi í Bretlandi árið 2016 vegna meints misvísandi og óheiðarlegs vitnisburðar um dauðsföll barna fyrir breskum dómstólum. Hún endurheimti leyfið síðar sama ár en var meinað að bera vitni sem sérfræðingur fyrir breskum dómstólum í þrjú ár. Yfirmats tveggja sérfræðinga hefur einnig verið aflað í máli Sigurðar eftir að endurupptaka þess var ákveðin. Báðir telja líklegast að barnið hafi látist í kjölfar höfuðáverka. Í greinargerð sinni gagnrýnir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar, framkvæmd yfirmatsins og af greinargerðum málsaðila má ætla að áreiðanleiki matsgerðanna verði aðalumfjöllunarefnið fyrir Hæstarétti. Saksóknari heldur því fram að úrskurður endurupptökunefndar sé sama marki brenndur og úrskurður um endurupptöku máls sem vísað var frá Hæstarétti af því að nefndin hafði ekki tekið fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri að vísa málinu frá. Til vara krefst saksóknari staðfestingar héraðsdóms um sakfellingu. Sjálfur krefst Sigurður sýknu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Lögmenn greinir á um afleiðingar dóms Hæstaréttar á Endurupptökunefnd. 27. febrúar 2016 07:00 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. 5. febrúar 2015 17:02 Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. 22. mars 2016 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Ríkissaksóknari fer fram á að svokölluðu „shaken baby“-máli verði vísað frá Hæstarétti þegar málið verður flutt þar 23. janúar næstkomandi. Sigurður Guðmundsson var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, þannig að hann lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. „Allt virðist þetta vera sett fram í þeim eina tilgangi að rökstyðja þá trú Dr. Waney Squier að svokallað Shaken baby syndrome sé ekki til,“ segir í greinargerð saksóknara, en frávísunarkrafan byggir öðrum þræði á því að dr. Squier hafi verið bæði óábyrg og ónákvæm sem dómkvaddur matsmaður. Dr. Squier er ekki óumdeild en hún var svipt lækningaleyfi í Bretlandi árið 2016 vegna meints misvísandi og óheiðarlegs vitnisburðar um dauðsföll barna fyrir breskum dómstólum. Hún endurheimti leyfið síðar sama ár en var meinað að bera vitni sem sérfræðingur fyrir breskum dómstólum í þrjú ár. Yfirmats tveggja sérfræðinga hefur einnig verið aflað í máli Sigurðar eftir að endurupptaka þess var ákveðin. Báðir telja líklegast að barnið hafi látist í kjölfar höfuðáverka. Í greinargerð sinni gagnrýnir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar, framkvæmd yfirmatsins og af greinargerðum málsaðila má ætla að áreiðanleiki matsgerðanna verði aðalumfjöllunarefnið fyrir Hæstarétti. Saksóknari heldur því fram að úrskurður endurupptökunefndar sé sama marki brenndur og úrskurður um endurupptöku máls sem vísað var frá Hæstarétti af því að nefndin hafði ekki tekið fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri að vísa málinu frá. Til vara krefst saksóknari staðfestingar héraðsdóms um sakfellingu. Sjálfur krefst Sigurður sýknu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Lögmenn greinir á um afleiðingar dóms Hæstaréttar á Endurupptökunefnd. 27. febrúar 2016 07:00 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. 5. febrúar 2015 17:02 Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. 22. mars 2016 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Lögmenn greinir á um afleiðingar dóms Hæstaréttar á Endurupptökunefnd. 27. febrúar 2016 07:00
Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01
Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. 5. febrúar 2015 17:02
Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. 22. mars 2016 07:00