Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2018 07:00 Dyraverðir hafa farið fram á víkkun starfssvæðis og auknar heimildir til tækjanotkunar við störf sín. Vísir/Vilhelm Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. Sá sætir ákæru fyrir tvær líkamsárásir sama kvöld í miðbæ Reykjavíkur. Héraðssaksóknari gaf út ákæru um síðustu helgi um það leyti sem árásarmaðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Lögreglu er ekki heimilt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur án útgáfu ákæru. Maðurinn er sakaður um að hafa brotið 218. grein almennra hegningarlaga, aðra málsgrein, sem fjallar um vísvitandi líkamsárásir sem stórfellt líkamstjón hlýst af. Varðar brot á lögunum allt að sextán ára fangelsi. Sigurður Örn Hilmarsson, skipaður réttargæslumaður dyravarðarins, staðfestir í samtali við Vísi að hafa lagt bótakröfuna fram vegna varanlegs og mjög alvarlegs heilsutjóns. Landsréttur framlengdi, í kjölfar útgáfu ákærunnar, gæsluvarðhald yfir manninum til 14. desember. Dyravörðurinn kærði úrskurð úr héraði til Landsréttar en í úrskurðinum kemur fram að dyravörðurinn hafi hlotið margþætt brot á fimmta hálshryggarlið og lamast fyrir neðan háls. Félagi árásarmannsins sætir jafnframt ákæru héraðssaksóknara fyrir aðild að annarri líkamsárás með ákærða sama kvöld. Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23 Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00 Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. Sá sætir ákæru fyrir tvær líkamsárásir sama kvöld í miðbæ Reykjavíkur. Héraðssaksóknari gaf út ákæru um síðustu helgi um það leyti sem árásarmaðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Lögreglu er ekki heimilt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur án útgáfu ákæru. Maðurinn er sakaður um að hafa brotið 218. grein almennra hegningarlaga, aðra málsgrein, sem fjallar um vísvitandi líkamsárásir sem stórfellt líkamstjón hlýst af. Varðar brot á lögunum allt að sextán ára fangelsi. Sigurður Örn Hilmarsson, skipaður réttargæslumaður dyravarðarins, staðfestir í samtali við Vísi að hafa lagt bótakröfuna fram vegna varanlegs og mjög alvarlegs heilsutjóns. Landsréttur framlengdi, í kjölfar útgáfu ákærunnar, gæsluvarðhald yfir manninum til 14. desember. Dyravörðurinn kærði úrskurð úr héraði til Landsréttar en í úrskurðinum kemur fram að dyravörðurinn hafi hlotið margþætt brot á fimmta hálshryggarlið og lamast fyrir neðan háls. Félagi árásarmannsins sætir jafnframt ákæru héraðssaksóknara fyrir aðild að annarri líkamsárás með ákærða sama kvöld.
Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23 Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00 Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23
Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00
Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29