Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2018 14:30 Einar Ágústsson í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins í fyrra. Vísir/Anton Brink Landréttur staðfesti í dag þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm yfir Einari Ágústssyni, öðrum svonefndra Kickstarter bræðra. Einar var sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Fólkið lét Einar fá samtals 74 milljónir króna í þeirri trú að það færi til fjárfestingarsjóðs Einars í Bandaríkjunum. Ákæruvaldið hélt því fram að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd. Einn fjórmenninganna lét Einar fá 44 milljónir króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness í júní í fyrra sem Landsréttur staðfesti í dag kom fram að Einar ætti sér engar málsbætur. Brotavilji hans hefði verið einbeittur og brot hans „skipulögð og úthugsuð.“ Hægt væri að slá því föstu að fjárfestingarsjóðurinn sem hann sagði fólkinu að hann starfrækti hefði í raun ekki verið starfræktur. Félag Einars, Skajaquoda ehf., var einnig dæmt í málinu til þess að þola upptöku á rúmum 74 milljónum króna sem hald var lagt á. Einar neitaði sök og áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar. Landréttur dæmdi Einar jafnframt til að greiða allan málskostnað, rúmar tvær milljónir króna. Stöðvuð Kickstarter-söfnun og stofnun trúfélags Einar og bróðir hans Ágúst Arnar Ágústsson vöktu fyrst athygli fyrir safnanir fyrir nýsköpunarverkefni á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Einni þeirra var síðar lokað þegar tæpar tuttugu milljónir króna höfðu safnast. Kickstarter sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna samstarfs við löggæsluyfirvöld. Um svipað leyti kom fram að bræðurnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara sem þá hét vegna mögulegra gjaldeyrisbrota. Einar var síðar ákærður fyrir fjársvikamálið sem dómur er nú fallinn í. Einar var einnig ásamt bróður sínum einn stofnenda trúfélagsins Zuism sem styr hefur staðið um. Ágúst Arnar er nú forstöðumaður félagsins sem hefur fengið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda undanfarin tvö ár. Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Landréttur staðfesti í dag þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm yfir Einari Ágústssyni, öðrum svonefndra Kickstarter bræðra. Einar var sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Fólkið lét Einar fá samtals 74 milljónir króna í þeirri trú að það færi til fjárfestingarsjóðs Einars í Bandaríkjunum. Ákæruvaldið hélt því fram að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd. Einn fjórmenninganna lét Einar fá 44 milljónir króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness í júní í fyrra sem Landsréttur staðfesti í dag kom fram að Einar ætti sér engar málsbætur. Brotavilji hans hefði verið einbeittur og brot hans „skipulögð og úthugsuð.“ Hægt væri að slá því föstu að fjárfestingarsjóðurinn sem hann sagði fólkinu að hann starfrækti hefði í raun ekki verið starfræktur. Félag Einars, Skajaquoda ehf., var einnig dæmt í málinu til þess að þola upptöku á rúmum 74 milljónum króna sem hald var lagt á. Einar neitaði sök og áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar. Landréttur dæmdi Einar jafnframt til að greiða allan málskostnað, rúmar tvær milljónir króna. Stöðvuð Kickstarter-söfnun og stofnun trúfélags Einar og bróðir hans Ágúst Arnar Ágústsson vöktu fyrst athygli fyrir safnanir fyrir nýsköpunarverkefni á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Einni þeirra var síðar lokað þegar tæpar tuttugu milljónir króna höfðu safnast. Kickstarter sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna samstarfs við löggæsluyfirvöld. Um svipað leyti kom fram að bræðurnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara sem þá hét vegna mögulegra gjaldeyrisbrota. Einar var síðar ákærður fyrir fjársvikamálið sem dómur er nú fallinn í. Einar var einnig ásamt bróður sínum einn stofnenda trúfélagsins Zuism sem styr hefur staðið um. Ágúst Arnar er nú forstöðumaður félagsins sem hefur fengið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda undanfarin tvö ár.
Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent