Dómur fellur yfir Thomasi Møller Olsen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 10:11 Thomas Møller Olsen huldi ekki andlit sitt í Landsrétti eins og hann gerði þegar málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30
Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00