Sérsveit vopnast gegn erlendum herþjálfuðum glæpamönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Frá æfingu sérsveitarinnar. Vísir/GVA Bakgrunnur og þjálfun erlendra glæpamanna, sem koma hingað til lands vegna tengsla við skipulagða glæpahópa hér á landi, er þess eðlis að hann kallar á aukinn viðbúnað lögreglu. Þetta kemur fram í svari frá Embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölgun vopnaðra útkalla og verkefna sérsveitarinnar. Í svarinu er vísað til herþjálfunar „sem líkt og alþekkt er felur í sér þjálfun í notkun á skotvopnum og bardagatækni“. Í svarinu segir að málum þar sem vopn koma við sögu hafi fjölgað að undanförnu en einnig er vísað til ógnar sem samfélaginu stafi af vaxandi skipulagðri brotastarfsemi og erlendum brotamönnum og samtökum. „Þetta svar ríkislögreglustjóra er eðlilegt,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Greiningardeildin hafi ítrekað bent á að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt, vopnaburður af ýmsu tagi sé algengari nú en áður og brotin alþjóðlegri. „Þessi aukning á vopnuðum útköllum sérsveitarinnar er samt veruleg á stuttum tíma og vekur upp spurningu um hvort löggæsla á Íslandi sé að færast frá almennri löggæslu eins og við þekkjum hana í átt að sérskipuðum vopnuðum sveitum, að það sé talið nauðsynlegt til að hafa vaðið fyrir neðan sig í æ fleiri tilfellum. Og þá um leið opna á að lögreglan öll verði búin skotvopnum við öll skyldustörf, að það verði smám saman talið eðlilegt í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Helgi. Helgi leggur áherslu á að sérsveitin hafi verið farsæl í starfi þegar á heildina er litið og áunnið sér traust í samfélaginu sem nauðsynlegur aðili í stjórnkerfinu, enda búi sveitin yfir mjög vel þjálfuðum lögreglumönnum sem hafa farið í gegnum mjög ströng inntökuskilyrði og próf. „Spurningin aftur á móti er hvort ekki væri heppilegt fyrir sérsveitina og borgarana að hafa óháða nefnd eða einhvern þriðja aðila sem hefur yfirsýn yfir málefni sveitarinnar og þau mál sem koma upp,“ segir Helgi og bætir við: „Sér í lagi vegna þess að hér er nokkuð stíf skotvopnalöggjöf, lögreglan hefur einokun á valdbeitingu og sérsveitin er vopnuð. Því er ekki óeðlilegt að ytra eftirlit sé starfandi sem veiti henni aðhald og stuðning þegar við á og hafi auga með þessari þróun,“ segir Helgi og vísar til örrar þróunar í vopnaburði í íslenskri löggæslu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Bakgrunnur og þjálfun erlendra glæpamanna, sem koma hingað til lands vegna tengsla við skipulagða glæpahópa hér á landi, er þess eðlis að hann kallar á aukinn viðbúnað lögreglu. Þetta kemur fram í svari frá Embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölgun vopnaðra útkalla og verkefna sérsveitarinnar. Í svarinu er vísað til herþjálfunar „sem líkt og alþekkt er felur í sér þjálfun í notkun á skotvopnum og bardagatækni“. Í svarinu segir að málum þar sem vopn koma við sögu hafi fjölgað að undanförnu en einnig er vísað til ógnar sem samfélaginu stafi af vaxandi skipulagðri brotastarfsemi og erlendum brotamönnum og samtökum. „Þetta svar ríkislögreglustjóra er eðlilegt,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Greiningardeildin hafi ítrekað bent á að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt, vopnaburður af ýmsu tagi sé algengari nú en áður og brotin alþjóðlegri. „Þessi aukning á vopnuðum útköllum sérsveitarinnar er samt veruleg á stuttum tíma og vekur upp spurningu um hvort löggæsla á Íslandi sé að færast frá almennri löggæslu eins og við þekkjum hana í átt að sérskipuðum vopnuðum sveitum, að það sé talið nauðsynlegt til að hafa vaðið fyrir neðan sig í æ fleiri tilfellum. Og þá um leið opna á að lögreglan öll verði búin skotvopnum við öll skyldustörf, að það verði smám saman talið eðlilegt í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Helgi. Helgi leggur áherslu á að sérsveitin hafi verið farsæl í starfi þegar á heildina er litið og áunnið sér traust í samfélaginu sem nauðsynlegur aðili í stjórnkerfinu, enda búi sveitin yfir mjög vel þjálfuðum lögreglumönnum sem hafa farið í gegnum mjög ströng inntökuskilyrði og próf. „Spurningin aftur á móti er hvort ekki væri heppilegt fyrir sérsveitina og borgarana að hafa óháða nefnd eða einhvern þriðja aðila sem hefur yfirsýn yfir málefni sveitarinnar og þau mál sem koma upp,“ segir Helgi og bætir við: „Sér í lagi vegna þess að hér er nokkuð stíf skotvopnalöggjöf, lögreglan hefur einokun á valdbeitingu og sérsveitin er vopnuð. Því er ekki óeðlilegt að ytra eftirlit sé starfandi sem veiti henni aðhald og stuðning þegar við á og hafi auga með þessari þróun,“ segir Helgi og vísar til örrar þróunar í vopnaburði í íslenskri löggæslu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira