Tíu skákum lokið og enn er staðan jöfn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. nóvember 2018 07:30 Carlsen og Caruana í níundu einvígisskákinni. Takið eftir plástrinum á hægri augabrún heimsmeistarans en hann kom til eftir skallaeinvígi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SKÁK Stærstan hluta nóvembermánaðar hafa augu skákheimsins einblínt á London. Þar fer fram heimsmeistaraeinvígi sitjandi heimsmeistara, Norðmannsins Magnusar Carlsen, og Bandaríkjamannsins Fabiano Caruana. Carlsen varð heimsmeistari árið 2013 er hann lagði Indverjann Viswanathan Anand í einvígi. Hann varði titilinn gegn Anand ári síðar og aftur fyrir tveimur árum er hann hafði betur gegn Sergei Karjakin í bráðabana. Frá því í desember 2009 hefur Carlsen, sem þá var nítján ára, verið efstur á ELO-stigalista FIDE og aðeins í stutta stund hefur nokkur komist yfir hann á listanum. Að undanförnu hefur þó fyrrnefndur Caruana andað ofan í hálsmál heimsmeistarans. Fyrir fyrstu einvígisskákina munaði aðeins þremur ELO-stigum á keppinautunum og var ítalskættaði Kaninn hársbreidd frá því að taka toppsætið af Norðmanninum í Evrópukeppni skákfélaga áður en einvígið hófst.Meiddur við borðið Skiljanlega er heimsmeistarinn Carlsen sá virki skákmaður sem er hvað þekktastur af þeim sem ekki fylgjast náið með skák. Það má ekki aðeins rekja til afreka hans við skákborðið heldur einnig til annarra starfa hans. Meðal annars hefur hann setið fyrir í auglýsingaherferð G-Star en hitt andlit auglýsingaherferðarinnar var leikkonan Liv Tyler sem margir kannast við í hlutverki Arwen í Hringadróttinssögu. Þó að skák sé íþrótt hugans krefst það mikils þols að ná að halda einbeitingu svo klukkustundum skipti. Fyrsta einvígisskákin nú var til að mynda 115 leikir, þriðja lengsta skákin í sögu heimsmeistaraeinvígja, og stóð yfir í um sjö klukkustundir. Til að tryggja hámarkseinbeitingu hleypur Carlsen löngum stundum og stundar tennis og knattspyrnu af miklum móð. Heimsmeistarinn bar skýr merki knattspyrnuiðkunar í níundu einvígisskákinni. Fyrirkomulag einvígisins er með þeim hætti að teflt er tvo daga í röð, ein skák hvorn dag, en síðan er frídagur. Undantekning er milli síðustu tveggja skákanna en milli þeirra er auka frídagur. Frídagarnir fara bæði í andlegan og líkamlegan undirbúning og nýtti Carlsen fríið meðal annars til að spila knattspyrnu. Í leiknum fór hann í skallaeinvígi þar sem hann og annar leikmaður skullu saman. Mætti hann því með myndarlegt glóðarauga og plástraður til leiks eftir það. Spekúlantar hafa bent á hve kjánalegt það hefði orðið hefðu meiðslin orðið alvarlegri og þau haft áhrif á einvígið. Hollenski stórmeistarinn Anish Giri gantaðist meðal annars með hvort Carlsen þyrfti ekki nýja aðstoðarmenn fyrst þeir stefna einvíginu í hættu með slíku kappi.Hipphopp og jóga Áskorandinn Caruana er yngri en Carlsen. Caruana fæddist í Miami en fluttist ungur til Brooklyn. Foreldrar hans eru af ítölskum ættum og tefldi hann fyrir hönd Ítalíu þar til 2015. Hann var nálægt því að vinna sér inn rétt til að skora Carlsen á hólm árið 2016 en laut í gras gegn Karjakin í síðustu skák áskorendamótsins. Bandaríkjamaður hefur ekki keppt um heimsmeistarakrúnuna síðan 1972 er Boris Spassky og Bobby Fischer öttu kappi í Reykjavík. Skiljanlega er nafn Caruana því oft nefnt í sömu andrá og Fischer þar vestra. „Sá skákmaður sem hefur alltaf veitt mér mestan innblástur er Bobby Fischer. Í sögulegu samhengi er frábært að vera borinn saman við Fischer en hvað varðar persónuleika og skákstíl erum við mjög ólíkir,“ segir Caruana. Líkt og Carlsen veit Caruana að líkamlega og andlega hliðin þarf að vera í toppstandi svo honum farnist vel við skákborðið. Bandaríkjamaðurinn þykir góður sundmaður og hefur einnig leikið skvass. Þá hugleiðir hann, stundar jóga og að endingu má nefna að Kendrick Lamar og Killah Priest hafa hjálpað honum við undirbúninginn.Lekinn mikli Einvígið nú er langt á veg komið. Fyrstu níu skákum þess er lokið og hefur þeim öllum lyktað með því að kapparnir hafa sæst á skiptan hlut. Er það lengsta jafnteflishrina sögunnar í upphafi heimsmeistaraeinvígis. Báðir keppendur hafa leyft aðdáendum að fylgjast með undirbúningi sínum að einhverju leyti. Á fyrsta frídegi sendu þeir báðir frá sér myndbönd úr herbúðum sínum. Undirbúningur Norðmannsins samanstóð af stúderingum og knattspyrnu að sjálfsögðu. Þar var þó passað að uppljóstra ekki hvað heimsmeistarinn var að skoða. Í herbúðum Caruana og aðstoðarmanna hans voru hins vegar þau mistök gerð að myndbandið sýndi tölvuskjá sem listaði upp hluta þeirra byrjana sem Caruana var að kanna sérstaklega. Myndbandið var fjarlægt snögglega. Deilt var um það hvort lekinn hefði verið aulaleg mistök eða til þess fallinn að afvegaleiða heimsmeistarann með því að láta hann verja dýrmætum tíma í að skoða afbrigði sem aldrei stóð til að tefla. Á blaðamannafundi eftir þriðju skákina svaraði Carlsen því þó að hann hefði ekki séð myndbandið. Tíunda skákin fór fram í gær og lauk henni með jafntefli eftir fjöruga skák í Sveshnikov-afbrigðinu. Caruana fékk sénsa í tvísýnni stöðu en nýtti þá ekki. Næst verður teflt á morgun. John Carew lýsir skákinni í beinni hjá norska ríkissjónvarpinu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Norðurlönd Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
SKÁK Stærstan hluta nóvembermánaðar hafa augu skákheimsins einblínt á London. Þar fer fram heimsmeistaraeinvígi sitjandi heimsmeistara, Norðmannsins Magnusar Carlsen, og Bandaríkjamannsins Fabiano Caruana. Carlsen varð heimsmeistari árið 2013 er hann lagði Indverjann Viswanathan Anand í einvígi. Hann varði titilinn gegn Anand ári síðar og aftur fyrir tveimur árum er hann hafði betur gegn Sergei Karjakin í bráðabana. Frá því í desember 2009 hefur Carlsen, sem þá var nítján ára, verið efstur á ELO-stigalista FIDE og aðeins í stutta stund hefur nokkur komist yfir hann á listanum. Að undanförnu hefur þó fyrrnefndur Caruana andað ofan í hálsmál heimsmeistarans. Fyrir fyrstu einvígisskákina munaði aðeins þremur ELO-stigum á keppinautunum og var ítalskættaði Kaninn hársbreidd frá því að taka toppsætið af Norðmanninum í Evrópukeppni skákfélaga áður en einvígið hófst.Meiddur við borðið Skiljanlega er heimsmeistarinn Carlsen sá virki skákmaður sem er hvað þekktastur af þeim sem ekki fylgjast náið með skák. Það má ekki aðeins rekja til afreka hans við skákborðið heldur einnig til annarra starfa hans. Meðal annars hefur hann setið fyrir í auglýsingaherferð G-Star en hitt andlit auglýsingaherferðarinnar var leikkonan Liv Tyler sem margir kannast við í hlutverki Arwen í Hringadróttinssögu. Þó að skák sé íþrótt hugans krefst það mikils þols að ná að halda einbeitingu svo klukkustundum skipti. Fyrsta einvígisskákin nú var til að mynda 115 leikir, þriðja lengsta skákin í sögu heimsmeistaraeinvígja, og stóð yfir í um sjö klukkustundir. Til að tryggja hámarkseinbeitingu hleypur Carlsen löngum stundum og stundar tennis og knattspyrnu af miklum móð. Heimsmeistarinn bar skýr merki knattspyrnuiðkunar í níundu einvígisskákinni. Fyrirkomulag einvígisins er með þeim hætti að teflt er tvo daga í röð, ein skák hvorn dag, en síðan er frídagur. Undantekning er milli síðustu tveggja skákanna en milli þeirra er auka frídagur. Frídagarnir fara bæði í andlegan og líkamlegan undirbúning og nýtti Carlsen fríið meðal annars til að spila knattspyrnu. Í leiknum fór hann í skallaeinvígi þar sem hann og annar leikmaður skullu saman. Mætti hann því með myndarlegt glóðarauga og plástraður til leiks eftir það. Spekúlantar hafa bent á hve kjánalegt það hefði orðið hefðu meiðslin orðið alvarlegri og þau haft áhrif á einvígið. Hollenski stórmeistarinn Anish Giri gantaðist meðal annars með hvort Carlsen þyrfti ekki nýja aðstoðarmenn fyrst þeir stefna einvíginu í hættu með slíku kappi.Hipphopp og jóga Áskorandinn Caruana er yngri en Carlsen. Caruana fæddist í Miami en fluttist ungur til Brooklyn. Foreldrar hans eru af ítölskum ættum og tefldi hann fyrir hönd Ítalíu þar til 2015. Hann var nálægt því að vinna sér inn rétt til að skora Carlsen á hólm árið 2016 en laut í gras gegn Karjakin í síðustu skák áskorendamótsins. Bandaríkjamaður hefur ekki keppt um heimsmeistarakrúnuna síðan 1972 er Boris Spassky og Bobby Fischer öttu kappi í Reykjavík. Skiljanlega er nafn Caruana því oft nefnt í sömu andrá og Fischer þar vestra. „Sá skákmaður sem hefur alltaf veitt mér mestan innblástur er Bobby Fischer. Í sögulegu samhengi er frábært að vera borinn saman við Fischer en hvað varðar persónuleika og skákstíl erum við mjög ólíkir,“ segir Caruana. Líkt og Carlsen veit Caruana að líkamlega og andlega hliðin þarf að vera í toppstandi svo honum farnist vel við skákborðið. Bandaríkjamaðurinn þykir góður sundmaður og hefur einnig leikið skvass. Þá hugleiðir hann, stundar jóga og að endingu má nefna að Kendrick Lamar og Killah Priest hafa hjálpað honum við undirbúninginn.Lekinn mikli Einvígið nú er langt á veg komið. Fyrstu níu skákum þess er lokið og hefur þeim öllum lyktað með því að kapparnir hafa sæst á skiptan hlut. Er það lengsta jafnteflishrina sögunnar í upphafi heimsmeistaraeinvígis. Báðir keppendur hafa leyft aðdáendum að fylgjast með undirbúningi sínum að einhverju leyti. Á fyrsta frídegi sendu þeir báðir frá sér myndbönd úr herbúðum sínum. Undirbúningur Norðmannsins samanstóð af stúderingum og knattspyrnu að sjálfsögðu. Þar var þó passað að uppljóstra ekki hvað heimsmeistarinn var að skoða. Í herbúðum Caruana og aðstoðarmanna hans voru hins vegar þau mistök gerð að myndbandið sýndi tölvuskjá sem listaði upp hluta þeirra byrjana sem Caruana var að kanna sérstaklega. Myndbandið var fjarlægt snögglega. Deilt var um það hvort lekinn hefði verið aulaleg mistök eða til þess fallinn að afvegaleiða heimsmeistarann með því að láta hann verja dýrmætum tíma í að skoða afbrigði sem aldrei stóð til að tefla. Á blaðamannafundi eftir þriðju skákina svaraði Carlsen því þó að hann hefði ekki séð myndbandið. Tíunda skákin fór fram í gær og lauk henni með jafntefli eftir fjöruga skák í Sveshnikov-afbrigðinu. Caruana fékk sénsa í tvísýnni stöðu en nýtti þá ekki. Næst verður teflt á morgun. John Carew lýsir skákinni í beinni hjá norska ríkissjónvarpinu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Norðurlönd Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“