Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 19:44 Allir þeir sem unnu á vettvangi í Salisbury voru í miklum hlífðarfatnaði en Nick Bailey komst samt sem áður í snertingu við taugaeitrið. Getty/Jack Taylor Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun eftir morðtilræði á hendur Sergei og Yuliu Skripal í Bretlandi í vor, segir að fjölskylda hans hafi misst allt í kjölfar þess að hann varð fyrir eitruninni. Þetta kemur fram í máli mannsins, Nick Bailey, í viðtali við Breska ríkisútvarpið. „Allt sem börnin áttu, við misstum það, bílarnir, við misstum allt.“ Bailey komst í snertingu við Novichok eftir að hafa verið sendur að heimili Skripal feðginanna þar sem efninu hafði verið spreyjað á hurðarhún. Ilmvatnsflaska með efninu fannst síðar í ruslafötu sem leiddi til dauða konu sem spreyjaði efninu á úlnliði sína. Rannsakendur telja að flaskan hafi innihaldið nægilega mikið efni til að drepa þúsundir manns.Sendur á vettvang eftir Skripal eitrunina Sergei Skripal og dóttir hans Yulia fundust alvarlega veik á bekk í bænum Salisbury sunnudaginn 4. mars síðastliðinn. Seinna þann dag var Bailey sendur ásamt tveimur kollegum sínum að heimili feðginanna í hljóðlátu úthverfi. Lögreglumennirnir þrír voru fullbúnir til tæknirannsóknar og áttu að ganga úr skugga um að engir aðrir hefðu orðið fyrir eitrun. Nokkrum tímum síðar fór Bailey að finna fyrir ónotum. „Sjáöldrin voru eins og títuprjónar og ég var sveittur og mjög heitt,“ sagði hinn 38. Ára gamli Bailey. „Ég afskrifaði það fyrst sem þreytu og stress.“ Tveimur dögum síðar, á þriðjudegi, var Bailey orðinn svo veikur að hann var sendur á sjúkrahús. „Það var hræðilegt. Ég var ringlaður, vissi ekki hvað var í gangi og mjög óttasleginn.“Var með meðvitund alla meðferðina Bailey var lagður inn á sjúkrahús og læknar reyndu að finna rétt móteitur gegn efninu sem enginn vissi enn hvað var. Sérfræðingar komust síðar að því að um væri að ræða Novichok, eitt hættulegasta efni sem til er. „Það er óttinn við hið óþekkta því þetta er svo hættulegt efni að hafa í kerfinu. Að vita í hvaða ástandi hin tvö voru og hvaða áhrif það hafði á þau, ég var dauðhræddur.“ Læknar á sjúkrahúsinu í Salisbury stóðu frammi fyrir áskorun sem þeir höfðu aldrei séð áður og miklar líkur voru á að öll þrjú myndu deyja. Meðferð Bailey var bæði sársaukafull og streituvaldandi. „Eg var með meðvitund allan tímann,“ segir hann. „Það var mikið um nálastungur. Ég var með fimm eða sex æðaleggi í einu. Líkamlega var ég frekar dofinn eftir smá tíma.“Veit enn ekki hvernig hann komst í snertingu við efnið Í næsta herbergi við Bailey var annað Skripal feðginanna og var mikil öryggisgæsla um það herbergi. Hann segir að ástandið hafi verið mjög ruglandi. Til að mynda hafi hjúkrunarfræðingar komið inn í herbergið hans klæddir frá toppi til táar í hlífðarfatnað en seinna hafi kona hans og börn komið inn í borgaralegum klæðnaði án nokkurs konar varúðarráðstafana. Það tók rannsakendur tvær vikur að finna út úr því hvernig Skripal feðginin og Bailey hefðu komist í snertingu við Nivochok og Bailey segir að þegar niðurstaðan hafi verið að efnið hafi verið á hurðarhúni hafi honum verið létt. Hann veit þó ekki hvernig efnið komst í gegn um hlífðarhanska sem hann var með þegar hann rannsakaði heimili Skripal. „Það getur verið að ég hafi lagfært grímuna mína og gleraugun þegar ég var í húsinu og þá hafi það verið á höndunum á mér.“ Fjórum mánuðum eftir fyrra atvikið lést Dawn Sturgess, 44 ára eftir að hún og maki hennar Charlie Rowley komust í snertingu við Novichok. „Ég hugsa til Dawn og fjölskyldu hennar því ég gat gengið út af sjúkrahúsinu, en því miður gat hún það ekki.“Óforskammað að dreifa efninu Bailey segir að erfitt sé að horfast í augu við að hafa orðið fyrir slíkri árás. „Þetta er svo óforskammað og hættulegur hlutur að gera að það reitti mig til reiði, fjöldi fólks hefði getað orðið fyrir þessu.“ Bailey stefndi fjölskyldu sinni einnig óafvitandi í hættu og megnaði heimili sitt með efninu og hefur fjölskylda hans ekki getað farið aftur heim. „Líkamlega náði ég heilsu mjög fljótt þökk sé spítalanum,“ segir hann og bætir við að í raun sé ótrúlegt að hann hafi getað gengið út tveimur vikum síðar með fjölskyldu sinni. Hins vegar séu andlegu áhrifin íþyngjandi. „Það hefur tekið lengri tíma vegna alls sem hefur hent okkur. Við misstum ekki bara húsið heldur allt sem við áttum.“ Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun eftir morðtilræði á hendur Sergei og Yuliu Skripal í Bretlandi í vor, segir að fjölskylda hans hafi misst allt í kjölfar þess að hann varð fyrir eitruninni. Þetta kemur fram í máli mannsins, Nick Bailey, í viðtali við Breska ríkisútvarpið. „Allt sem börnin áttu, við misstum það, bílarnir, við misstum allt.“ Bailey komst í snertingu við Novichok eftir að hafa verið sendur að heimili Skripal feðginanna þar sem efninu hafði verið spreyjað á hurðarhún. Ilmvatnsflaska með efninu fannst síðar í ruslafötu sem leiddi til dauða konu sem spreyjaði efninu á úlnliði sína. Rannsakendur telja að flaskan hafi innihaldið nægilega mikið efni til að drepa þúsundir manns.Sendur á vettvang eftir Skripal eitrunina Sergei Skripal og dóttir hans Yulia fundust alvarlega veik á bekk í bænum Salisbury sunnudaginn 4. mars síðastliðinn. Seinna þann dag var Bailey sendur ásamt tveimur kollegum sínum að heimili feðginanna í hljóðlátu úthverfi. Lögreglumennirnir þrír voru fullbúnir til tæknirannsóknar og áttu að ganga úr skugga um að engir aðrir hefðu orðið fyrir eitrun. Nokkrum tímum síðar fór Bailey að finna fyrir ónotum. „Sjáöldrin voru eins og títuprjónar og ég var sveittur og mjög heitt,“ sagði hinn 38. Ára gamli Bailey. „Ég afskrifaði það fyrst sem þreytu og stress.“ Tveimur dögum síðar, á þriðjudegi, var Bailey orðinn svo veikur að hann var sendur á sjúkrahús. „Það var hræðilegt. Ég var ringlaður, vissi ekki hvað var í gangi og mjög óttasleginn.“Var með meðvitund alla meðferðina Bailey var lagður inn á sjúkrahús og læknar reyndu að finna rétt móteitur gegn efninu sem enginn vissi enn hvað var. Sérfræðingar komust síðar að því að um væri að ræða Novichok, eitt hættulegasta efni sem til er. „Það er óttinn við hið óþekkta því þetta er svo hættulegt efni að hafa í kerfinu. Að vita í hvaða ástandi hin tvö voru og hvaða áhrif það hafði á þau, ég var dauðhræddur.“ Læknar á sjúkrahúsinu í Salisbury stóðu frammi fyrir áskorun sem þeir höfðu aldrei séð áður og miklar líkur voru á að öll þrjú myndu deyja. Meðferð Bailey var bæði sársaukafull og streituvaldandi. „Eg var með meðvitund allan tímann,“ segir hann. „Það var mikið um nálastungur. Ég var með fimm eða sex æðaleggi í einu. Líkamlega var ég frekar dofinn eftir smá tíma.“Veit enn ekki hvernig hann komst í snertingu við efnið Í næsta herbergi við Bailey var annað Skripal feðginanna og var mikil öryggisgæsla um það herbergi. Hann segir að ástandið hafi verið mjög ruglandi. Til að mynda hafi hjúkrunarfræðingar komið inn í herbergið hans klæddir frá toppi til táar í hlífðarfatnað en seinna hafi kona hans og börn komið inn í borgaralegum klæðnaði án nokkurs konar varúðarráðstafana. Það tók rannsakendur tvær vikur að finna út úr því hvernig Skripal feðginin og Bailey hefðu komist í snertingu við Nivochok og Bailey segir að þegar niðurstaðan hafi verið að efnið hafi verið á hurðarhúni hafi honum verið létt. Hann veit þó ekki hvernig efnið komst í gegn um hlífðarhanska sem hann var með þegar hann rannsakaði heimili Skripal. „Það getur verið að ég hafi lagfært grímuna mína og gleraugun þegar ég var í húsinu og þá hafi það verið á höndunum á mér.“ Fjórum mánuðum eftir fyrra atvikið lést Dawn Sturgess, 44 ára eftir að hún og maki hennar Charlie Rowley komust í snertingu við Novichok. „Ég hugsa til Dawn og fjölskyldu hennar því ég gat gengið út af sjúkrahúsinu, en því miður gat hún það ekki.“Óforskammað að dreifa efninu Bailey segir að erfitt sé að horfast í augu við að hafa orðið fyrir slíkri árás. „Þetta er svo óforskammað og hættulegur hlutur að gera að það reitti mig til reiði, fjöldi fólks hefði getað orðið fyrir þessu.“ Bailey stefndi fjölskyldu sinni einnig óafvitandi í hættu og megnaði heimili sitt með efninu og hefur fjölskylda hans ekki getað farið aftur heim. „Líkamlega náði ég heilsu mjög fljótt þökk sé spítalanum,“ segir hann og bætir við að í raun sé ótrúlegt að hann hafi getað gengið út tveimur vikum síðar með fjölskyldu sinni. Hins vegar séu andlegu áhrifin íþyngjandi. „Það hefur tekið lengri tíma vegna alls sem hefur hent okkur. Við misstum ekki bara húsið heldur allt sem við áttum.“
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira