Rothöggið í Sviss virðist hafa dregið úr tiltrú innan liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Strákarnir okkar þakka fyrir stuðninginn á Laugardalsvelli eftir 0-3 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann