Greiðir yfir níu milljarða fyrir hlutinn í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy AG, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, greiðir allt að rúmlega níu milljarða króna fyrir 12,7 prósenta hlut í HS Orku. Hluti greiðslunnar, eða um einn milljarður, er árangurstengdur afkomu HS Orku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við kaupverðið er markaðsvirði HS Orku í dag því um 72 milljarðar króna. Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar, eins og fyrst var greint frá í Fréttablaðinu, en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Meirihluti söluandvirðisins, eða í kringum fimm milljarðar, fer í að greiða upp skuldabréf sem ORK gaf út 2012 í tengslum við kaup sjóðsins á svonefndu Magma-skuldabréfi af Reykjanesbæ en eftirstöðvarnar – mögulega allt að fjórir milljarðar – falla í skaut Reykjanesbæjar. Í árslok 2017 var langtímakrafa Reykjanesbæjar á fagfjárfestasjóðinn ORK metinn á 1.332 milljónir í ársreikningi og því gæti bókfærður hagnaður bæjarsjóðs vegna sölu ORK á hlutnum í HS Orku numið um 2.800 milljónum króna. Tilboð DC Renewable Energy í hlutinn í HS Orku var talsvert hærra en annarra fjárfesta sem gerðu tilboð en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með söluferlinu. Nafnvirði hlutafjárins sem félagið kaupir er um 997 milljónir og hljóðaði tilboðið upp á rúmlega átta krónur fyrir hvern hlut, án tillits til árangurstengdrar greiðslu. Til samanburðar verðmat Jarðvarmi, samlagshlutafélag fjórtán lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, hlutafé sitt á 6,22 krónur á hlut í árslok 2017. Stjórn Jarðvarma hefur nú til skoðunar, í samræmi við samþykktir HS Orku, hvort félagið hyggist nýta sér forkaupsrétt og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins er hins vegar ólíklegt að það verði niðurstaðan en félagið hefur frest til að taka afstöðu til forkaupsréttarins fram í byrjun næsta mánaðar. Þá hefur stærsti hluthafi HS Orku, kanadíska orkufyrirtækið Innergex, boðið til sölu tæplega 54 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu, eins og upplýst var um í Markaðnum þann 24. október síðastliðinn. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út síðastliðinn föstudag en ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy AG, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, greiðir allt að rúmlega níu milljarða króna fyrir 12,7 prósenta hlut í HS Orku. Hluti greiðslunnar, eða um einn milljarður, er árangurstengdur afkomu HS Orku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við kaupverðið er markaðsvirði HS Orku í dag því um 72 milljarðar króna. Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar, eins og fyrst var greint frá í Fréttablaðinu, en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Meirihluti söluandvirðisins, eða í kringum fimm milljarðar, fer í að greiða upp skuldabréf sem ORK gaf út 2012 í tengslum við kaup sjóðsins á svonefndu Magma-skuldabréfi af Reykjanesbæ en eftirstöðvarnar – mögulega allt að fjórir milljarðar – falla í skaut Reykjanesbæjar. Í árslok 2017 var langtímakrafa Reykjanesbæjar á fagfjárfestasjóðinn ORK metinn á 1.332 milljónir í ársreikningi og því gæti bókfærður hagnaður bæjarsjóðs vegna sölu ORK á hlutnum í HS Orku numið um 2.800 milljónum króna. Tilboð DC Renewable Energy í hlutinn í HS Orku var talsvert hærra en annarra fjárfesta sem gerðu tilboð en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með söluferlinu. Nafnvirði hlutafjárins sem félagið kaupir er um 997 milljónir og hljóðaði tilboðið upp á rúmlega átta krónur fyrir hvern hlut, án tillits til árangurstengdrar greiðslu. Til samanburðar verðmat Jarðvarmi, samlagshlutafélag fjórtán lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, hlutafé sitt á 6,22 krónur á hlut í árslok 2017. Stjórn Jarðvarma hefur nú til skoðunar, í samræmi við samþykktir HS Orku, hvort félagið hyggist nýta sér forkaupsrétt og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins er hins vegar ólíklegt að það verði niðurstaðan en félagið hefur frest til að taka afstöðu til forkaupsréttarins fram í byrjun næsta mánaðar. Þá hefur stærsti hluthafi HS Orku, kanadíska orkufyrirtækið Innergex, boðið til sölu tæplega 54 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu, eins og upplýst var um í Markaðnum þann 24. október síðastliðinn. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út síðastliðinn föstudag en ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira