Erlent

Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Fyrir helgi var staða Theresu May, forsætisráðherra, afar tvísýn en harðir útgöngusinnar innan Íhaldsflokksins hafa hvatt þingmenn flokksins til að rita stjórn þingflokksins bréf þess efnis að vantraustsyfirlýsing verði sett á dagskrá innan flokksins.

Jacob Rees-Mogg leiðtogi uppreisnarmannanna segir sáttmálsdrögin um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera rituð af fólki sem vilji halda Bretlandi innan Evrópusambandsins. það sé ekki það sem breska þjóðin hafi kosið og því þurfi May að víkja.

„Við sjáum ríkisstjórnina vísvitandi forðast almennilegt Brexit,“ sagði Rees-Mogg á blaðamannafundi í dag. „Við erum með ríkisstjórn uppfulla af sambandssinnum sem vilja okkur bundin við Evrópusambandið, eins þétt og mögulegt er.“

48 þingmenn þurfa að rita stjórn þingflokksins bréf til að vantraust komist á dagskrá. Staða May batnar með hverjum deginum en í gær bárust fréttir þess efnis að einungis 26 bréf hefðu borist stjórn þingflokksins langt frá markmiðinu. Rees-Mogg segist ætla að sýna þolinmæði í þeim efnum en hann segir þó að ef að Íhaldsflokkurinn vilji annan leiðtoga en May í næstu þingkosningum þurfi það að gerast núna.

„Hvað brefin varðar segir ég að þolinmæði er dyggð, dyggð er náð og svo framvegis,“ segir hann. „Við sjáum til hvort að bréfin berist í tæka tíð.“

Sumir þingmenn eru sagðir hafa lofað því að senda þingflokksformanni bréf en hafi svo gengið á bak orða sinna til að falla ekki í ónáðina hjá forsætisráðherranum.


Tengdar fréttir

Vantraust á May sagt líklegt

Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London.

Erfið vika framundan hjá May

May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×