Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Inga Sæland, Páll Magnússon og Þorgerður Katrín. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki draga neinn lærdóm af hegðun þingmanna sem sátu að sumbli og létu gamminn geysa eins og fram hefur komið í svonefndum Klaustursupptökum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segja fyrrnefnda þingmenn bera skilyrðislausa ábyrgð. Þetta kom fram í umræðu undir stjórn Heimis Más Péturssonar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Upptöku úr þættinum má sjá neðst í fréttinni. Fjölmargar þinkonur og einhverjir þingmenn fengu að heyra það hjá Bergþóri Ólasyni, Gunnari Braga Sveinssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á hótelbarnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. Stóð þingfundur enn yfir þegar þingmennirnir tylltu sér, helltu í glösin létu móðinn mása næstu klukkustundirnar. Logi Einarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í gærmorgun þegar þingmenn voru að átta sig á málunum.Vísir/Vilhelm Leið en svo fjúkandi reið Þorgerður Katrín segir fyrst hafa orðið leið þegar hún heyrði af upptökunum. Þegar á leið breyttist leiðin í reiði. Sagðist hún hafa orðið „fjúkandi reið“ þegar hún heyrði ummælin um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og Freyju Haraldsdóttur. Þá töluðu þingmennirnir um unga stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum sem væri „sæt“ en ekki eins sæt og fyrir tveimur árum. Það væri búið að falla svo mikið á hana og það myndi vinna gegn henni á framabraut í flokknum. „Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir,“ sagði Inga Sæland. Þorgerður Katrín hafði sitt að segja. „Það hefur aldrei verið talað svona um karlmenn,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er verið að tala um okkur konur eins og við séum eitthvert uppfyllingarefni.“ Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, fara ófögrum orðum um þingkonur og -karla á Klaustursupptökunum.Vísir Aðeins þeirra að læra af þessu Páll Magnússon sagðist vera orðinn þreyttur á því orðalagi að fólk eða Alþingi gætið dregið lærdóm af málinu. „Þegar menn eru að tala um að það eigi allir að draga lærdóm af þessu eða eitthvað slíkt.. Ég dreg engan lærdóm af þessu, ég ber enga ábyrgð á því sem þetta fólk sagði þarna. Ég tek þetta ekki til mín. Það á ekki að dreifa þessari ábyrgð og segja að þingið eigi að læra af því. Þetta fólk sem gekk fram með þessum fyrirlitlega hætti á eitt og sjálft að bera ábyrgð á þessu.“ Hann hafi aldrei heyrt slíkan talsmáta, hafi hann þó verið á lúkar í Vestmannaeyjum. „Mér finnst þetta lítilmótleg framkoma og öllum þeim sem sátu þennan fund til stórskammar. Því miður smitast þetta svo yfir á Alþingi,“ sagði Páll og vísaði til þess að um tíu prósent þingmannanna 63 hafi verið í þessari samdrykkju. Gunnar Bragi rétti Ingu Sæland höndina þegar þau hittust í gærmorgun. Handabandið var stutt.Vísir/Vilhelm Áfengi engin afsökun Sagði Páll áfengisneyslu enga afsökun fyrir orðavali þingmannanna. „Ég heyrði ekki betur en þeir væru með fullri rænu þegar þeir voru að segja þessa viðurstyggilegu hluti um konur í þessu viðurstyggilega samkvæmi. Og það er engin afsökun og ekkert skjól í því fyrir þá að þeir hafi verið að drekka. Þeir bera fulla ábyrgð.“ Inga og Þorgerður Katrín voru sammála um að siðanefnd Alþingis þyrfti að taka málið fyrir. Nefndi Þorgerður Katrín sérstaklega hve mikilvægt væri að þingmenn, kjörnir fulltrúar, færu fram með fordæmi enda jafnrétti eitthvað sem konur berjist fyrir víða á vinnustöðum. Þetta viðhorf sem birtist í orðum þingmanna bendi ekki til þess að þau sjónarmið séu í hávegum höfð. Alþingi Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki draga neinn lærdóm af hegðun þingmanna sem sátu að sumbli og létu gamminn geysa eins og fram hefur komið í svonefndum Klaustursupptökum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segja fyrrnefnda þingmenn bera skilyrðislausa ábyrgð. Þetta kom fram í umræðu undir stjórn Heimis Más Péturssonar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Upptöku úr þættinum má sjá neðst í fréttinni. Fjölmargar þinkonur og einhverjir þingmenn fengu að heyra það hjá Bergþóri Ólasyni, Gunnari Braga Sveinssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á hótelbarnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. Stóð þingfundur enn yfir þegar þingmennirnir tylltu sér, helltu í glösin létu móðinn mása næstu klukkustundirnar. Logi Einarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í gærmorgun þegar þingmenn voru að átta sig á málunum.Vísir/Vilhelm Leið en svo fjúkandi reið Þorgerður Katrín segir fyrst hafa orðið leið þegar hún heyrði af upptökunum. Þegar á leið breyttist leiðin í reiði. Sagðist hún hafa orðið „fjúkandi reið“ þegar hún heyrði ummælin um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og Freyju Haraldsdóttur. Þá töluðu þingmennirnir um unga stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum sem væri „sæt“ en ekki eins sæt og fyrir tveimur árum. Það væri búið að falla svo mikið á hana og það myndi vinna gegn henni á framabraut í flokknum. „Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir,“ sagði Inga Sæland. Þorgerður Katrín hafði sitt að segja. „Það hefur aldrei verið talað svona um karlmenn,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er verið að tala um okkur konur eins og við séum eitthvert uppfyllingarefni.“ Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, fara ófögrum orðum um þingkonur og -karla á Klaustursupptökunum.Vísir Aðeins þeirra að læra af þessu Páll Magnússon sagðist vera orðinn þreyttur á því orðalagi að fólk eða Alþingi gætið dregið lærdóm af málinu. „Þegar menn eru að tala um að það eigi allir að draga lærdóm af þessu eða eitthvað slíkt.. Ég dreg engan lærdóm af þessu, ég ber enga ábyrgð á því sem þetta fólk sagði þarna. Ég tek þetta ekki til mín. Það á ekki að dreifa þessari ábyrgð og segja að þingið eigi að læra af því. Þetta fólk sem gekk fram með þessum fyrirlitlega hætti á eitt og sjálft að bera ábyrgð á þessu.“ Hann hafi aldrei heyrt slíkan talsmáta, hafi hann þó verið á lúkar í Vestmannaeyjum. „Mér finnst þetta lítilmótleg framkoma og öllum þeim sem sátu þennan fund til stórskammar. Því miður smitast þetta svo yfir á Alþingi,“ sagði Páll og vísaði til þess að um tíu prósent þingmannanna 63 hafi verið í þessari samdrykkju. Gunnar Bragi rétti Ingu Sæland höndina þegar þau hittust í gærmorgun. Handabandið var stutt.Vísir/Vilhelm Áfengi engin afsökun Sagði Páll áfengisneyslu enga afsökun fyrir orðavali þingmannanna. „Ég heyrði ekki betur en þeir væru með fullri rænu þegar þeir voru að segja þessa viðurstyggilegu hluti um konur í þessu viðurstyggilega samkvæmi. Og það er engin afsökun og ekkert skjól í því fyrir þá að þeir hafi verið að drekka. Þeir bera fulla ábyrgð.“ Inga og Þorgerður Katrín voru sammála um að siðanefnd Alþingis þyrfti að taka málið fyrir. Nefndi Þorgerður Katrín sérstaklega hve mikilvægt væri að þingmenn, kjörnir fulltrúar, færu fram með fordæmi enda jafnrétti eitthvað sem konur berjist fyrir víða á vinnustöðum. Þetta viðhorf sem birtist í orðum þingmanna bendi ekki til þess að þau sjónarmið séu í hávegum höfð.
Alþingi Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02